Morgunn - 01.06.1953, Blaðsíða 86
DRAUMUR BOÐAR SLYS.
Eitt dagblaðanna í Reykjavík birti í vetur draum, sem
eina telpuna í barnaskólanum í Hnífsdal átti að hafa
dreymt nóttina áður en skólinn fauk, en börnin og kenn-
arar björguðust nauðulega, eins og alkunna er.
Frásögn blaðsins vakti athygli og skrifaði ég skóla-
stjóranum í Hnifsdal, hr. Kristjáni Jónssyni, og bað hann
að fá drauminn skrifaðan eftir telpunni sjálfri. Skólastjór-
inn gerði það og sendi mér drauminn, sem reyndist mjög
á annan veg en blaðið hafði sagt frá. Er þetta eitt dæmi
þess, hve varlega verður að fara með drauma og önnur
sálræn fyrirbæri, og hve vanda þarf heimildirnar.
Draumur telpunnar var þó athyglisverður. Hún þóttist
stödd með öðrum í bamaskólanum. Hún þóttist sjá mann
verða fyrir ægilegu slysi í skólanum, en allt gólfið löðr-
andi í blóði. Telpan, Sigrún Vernharðsdóttir, 12 ára, vakn-
aði með ofboði, sagði móður sinni drauminn og var dauð-
hrædd að fara í skólann. Á leiðinni í skólann um morg-
uninn sagði hún annarri telpu, Helgu Jóakimsdóttur,
drauminn, og kvaðst hrædd um að eitthvað illt kæmi fyrir.
Barnaskólinn í Hnífsdal fauk í fárviðri ofan af börn-
unum og kennurum 27. febrúar, nokkuru eftir að kennslu-
stundir hófust. Telpan vaknaði þann morgun við hinn
óhugnanlega draum.
Jón Auðuns.