Morgunn - 01.06.1953, Blaðsíða 76
Guð og annað líf.
Útvarpserindi
eftir séra Pétur Magnússon.
★
Erindið, sem ég ætla nú að flytja, mun verða fremur
lítill fengur fyrir þá af tilheyrendum mínum, sem eru trú-
aðir menn. Tilefni þess var samtal, er ég átti fyrir nokkru
við menntamann, sem tjáði mér, að hann væri mjög van-
trúaður á tilveru Guðs og á tilveru annars lífs, og kvaðst
ekki með neinu móti geta fallizt á þær sannanir þar að
lútandi, sem trúaðir menn teldu vera fram komnar að
svonefndum opinberunarleiðum. — Máli mínu er fyrst og
fremst ætlað að eiga erindi til þeirra, sem eins stendur á
um í trúarefnum og menntamanninn, sem ég átti talið við.
Með erindinu vil ég gera tilraun til að sýna fram á, að á
leiðum heimspekilegra hugleiðinga einum saman, er hægt
að færa fram svo sterkar líkur fyrir tilveru Guðs og til-
veru annars lífs, að nærri stappar sönnunum. — Erindið
verður að mestu endurtekning á röksemdum, sem ég bar
fram í fyrmefndu samtali, og er í heild stefnt gegn þeim
sjónarmiðum, sem mest ber á í boðun þeirra, sem eru enn
á valdi efnishyggjunnar.
Fyrrnefndar rökræður hófust á því, að í tal bárust nokk-
ur af hinum furðulegu fyrirbærum lífheimsins, og ég
komst í því sambandi svo að orði, að óhugsandi væri annað
en að öll hin hugvitsamlega og dásamlega starfsemi i ríki
náttúrunnar væri leidd af máttugri vitsmunaveru. —
Menntamaðurinn fyrmefndi kvaðst vilja trúa mér fyrir
því, að hann liti á hugmyndina um einhvern Guð, sem
stjómi tilvemnni, eins og hverja aðra vitleysu. Sannað