Morgunn - 01.06.1953, Side 69
MORGUNN
63
Svo virðist sem forspáin þurfi að vera svo táknræn eða
óljós, að menn skilji hana ekki fyrr en atburðirnir eru
komnir fram. Sálarrannsóknamanninum alkunna, dr. Geley,
var sagt fyrir um dauðsfall í flugslysi. Honum var ekki
ljóst, að þetta ætti við hann sjálfan, en örskömmu siðar
fórst hann í flugslysi. Ef hann hefði talið spádóminn eiga
við sig og ekki farið í þessa ferð, þá hefði spádómurinn
ekki rætzt, en reynzt falsspá.
Svo mörg vandamál koma upp, þegar við spádómana
skal glímt, að þeir eru engan veginn svo einfaldir, sem
þeir menn hyggja, er lítið hafa kynnt sér málið. Eðlilegt
er að menn spyrji: Hvernig stendur á því, að frá þeim
sálrænu uppsprettum, sem annars hafa reynzt öruggar og
trúverðugar, hafa komið spádómar, sem reynzt hafa
rangir?
Gætum eins: Hefðum vér gott af að fá að vita viðburða-
rásina fyrir? Hvílíkt böl væri það ekki fyrir mig að fá
að vita það fyrirfram, að innan eins árs ætti ég að deyja
úr kvalafullum sjúkdómi. Eða þá það, að ég ætti að missa
kærasta ástvin minn af slysförum? Og enn annað: Hversu
sljóvgandi áhrif myndi það ekki hafa á skapgerð mína,
ef ég fengi að vita, að ég ætti að lifa alla mína ævi við
velgengni, áhyggjulaus, við góða heilsu og meðlæti á alla
lund? Þeir, sem átt hafa heima i Austurlöndum, þar sem
menn trúa skilyrðislaust á óhagganleg forlög, vita, hve
sú trú verkar lamandi á þrek manna og hugrekki og jafn-
vel lamar hug þeirra til að berjast fyrir betra lífi.
Það, að spádómar reynast rangir og rætast ekki, sannar
að til er frjáls vilji og að ógerlegt er að segja framtíðina
fyrir með nákvæmni, ógerlegt jafnvel þeim, sem ráða yfir
meira en mannlegri sjón og þekkingu. Það, hve spádómar
reynast oft rangir, kennir oss að vera ekki að seilast fram
yfir líðandi stund eða að forvitnast um það, sem ekki er
komið.
Sumir hinna fullkomnari andaleiðtoga miðlanna segja
oss, að þeir líkist þeim, sem vinna í veðurstofunum að