Morgunn - 01.06.1953, Síða 33
MORGUNN
27
hlýtur það að vera beint framhald af því lífi, sem vér
lifum nú, og það hlýtur að lúta lögmálum og reglum allt-
eins og jarðlíf vort. Og það er vitanlega engum nær en
líffræðingunum að leita þessara lögmála.
Svo má kalla, að heimurinn standi á öndinni vegna kjarn-
orkurannsókna. Vér vitum, að þær rannsóknir hafa leitt
til nýrrar þekkingar á eðli efnisins. Þá þekkingu leitast
menn nú við að notfæra sér, einkum í þeim tilgangi að
framleiða vígvélar, enn ægilegri en mannkynið hefur áður
dreymt um, svo stórkostlegar, að ekkert þykir sýnna en
notkun þeirra gæti leitt til tortímingar alls lífs í heilum
löndum, eða jafnvel á allri jörðunni. Til þessara rannsókna
er varið offjár og einskis látið ófreistað til að komast þar
sem lengst áleiðis. Kjarnorkuvísindin hafa leitt í ljós
krafta í efninu, sem eðlisfræðingar liðinna alda mundu
hafa afneitað með öllu, og talið fáránlega heimsku að
láta sig dreyma um.
En er nú fásinna, að láta sér detta í hug, að enn séu
ófundnir kraftar í efninu, sem gera oss kleift að lifa áfram
í heimi, sem ósýnilegur er efnisaugum þess jarðlíkama, er
vér hrærumst í? Er það heimska, að geta sér þess til, að
lífið sé miklu viðfeðmara en það birtist oss hér á jörðu,
og eins og vér skynjum það, sé það einungis svörun gegn
tilteknum skilyrðum, og það geti birzt í annarri mynd
við önnur skilyrði? Fyrirbrigði þau, er spíritistar reisa
kenningu sína á, benda oss óneitanlega í þá átt. Og væri
það ekki þess vert, að verja þótt ekki væri nema litlu broti
af því fé og þeirri starfsorku, sem nú er varið til kjarn-
orkurannsókna, til þess að reyna að ganga úr skugga um,
hvað er hið rétta og sanna í þessum efnum? Þar væri að
minnsta kosti ekki verið að skapa vísindi til tortímingar
mannkyninu, heldur væri þar gerð tilraun til að skapa
nýjan heim friðar og farsældar.