Morgunn


Morgunn - 01.06.1953, Síða 33

Morgunn - 01.06.1953, Síða 33
MORGUNN 27 hlýtur það að vera beint framhald af því lífi, sem vér lifum nú, og það hlýtur að lúta lögmálum og reglum allt- eins og jarðlíf vort. Og það er vitanlega engum nær en líffræðingunum að leita þessara lögmála. Svo má kalla, að heimurinn standi á öndinni vegna kjarn- orkurannsókna. Vér vitum, að þær rannsóknir hafa leitt til nýrrar þekkingar á eðli efnisins. Þá þekkingu leitast menn nú við að notfæra sér, einkum í þeim tilgangi að framleiða vígvélar, enn ægilegri en mannkynið hefur áður dreymt um, svo stórkostlegar, að ekkert þykir sýnna en notkun þeirra gæti leitt til tortímingar alls lífs í heilum löndum, eða jafnvel á allri jörðunni. Til þessara rannsókna er varið offjár og einskis látið ófreistað til að komast þar sem lengst áleiðis. Kjarnorkuvísindin hafa leitt í ljós krafta í efninu, sem eðlisfræðingar liðinna alda mundu hafa afneitað með öllu, og talið fáránlega heimsku að láta sig dreyma um. En er nú fásinna, að láta sér detta í hug, að enn séu ófundnir kraftar í efninu, sem gera oss kleift að lifa áfram í heimi, sem ósýnilegur er efnisaugum þess jarðlíkama, er vér hrærumst í? Er það heimska, að geta sér þess til, að lífið sé miklu viðfeðmara en það birtist oss hér á jörðu, og eins og vér skynjum það, sé það einungis svörun gegn tilteknum skilyrðum, og það geti birzt í annarri mynd við önnur skilyrði? Fyrirbrigði þau, er spíritistar reisa kenningu sína á, benda oss óneitanlega í þá átt. Og væri það ekki þess vert, að verja þótt ekki væri nema litlu broti af því fé og þeirri starfsorku, sem nú er varið til kjarn- orkurannsókna, til þess að reyna að ganga úr skugga um, hvað er hið rétta og sanna í þessum efnum? Þar væri að minnsta kosti ekki verið að skapa vísindi til tortímingar mannkyninu, heldur væri þar gerð tilraun til að skapa nýjan heim friðar og farsældar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.