Morgunn


Morgunn - 01.06.1953, Page 42

Morgunn - 01.06.1953, Page 42
36 MORGUNN fjölskyldu í lyndi um langt skeið. Þá brauzt styrjöldin út. Synirnir gerðust sjálfboðaliðar, og nú var eldri sonurinn, J.—, fallinn á vigstöðvunum í Frakklandi. Faðirinn tók áfallinu með mestu stilling. Við þessu væri ekkert að gera, margir aðrir væru nú að bera sömu raun, þetta væri skattur, sem sjálfsagt væri að greiða möglunarlaust til að tryggja framtið mannkynsins. En B.— kom til að tjá prestinum áhyggjur sínar vegna konunnar sinnar. Áfallið hefði reynzt henni of þungt, hann væri hræddur um, að sorgin og kvíðinn vegna yngra sonarins, sem enn væri á lífi, væri að valda henni geðtruflun. Dr. Westwood hlustaði með samúð á þessa sögu. Slíkar sögur urðu prestamir svo oft að hlusta á á þeim árum. En hann gat ekkert gert fyrir B.—. Hvorugur þeirra trúði i fullri alvöru á framhaldslífið. Skömmu síðar kom B.— aftur til prestsins, og nú var hann verulega hræddur um sálarlega heilbrigði konu sinn- ar. Hún segir nú, að J.— hefði birzt sér, hann hefði sagt, að sorg hennar særði sig, hún yrði að trúa því, að hann væri ekki raunverulega dáinn, sér liði vel, að líf sitt nú væri alveg raunverulegt og fullt af fyrirheitum og vonum, eins og jarðlífið hefði verið. En B.— sagði prestinum, að af þessu hefði konan sín fengið ótrúlegan sálarfrið og eitthvert dásamlegt öryggi. Presturinn var B.— sammála um, að vitanlega gæti þetta ekki verið heilbrigt, en ekki væri bein ástæða til að skelfast, bezt væri að bíða átekta. Ef þessi blekking færði henni sálarfrið, væri mikið fengið, sem þakkarvert væri. Þrem dögum síðar kom B.— enn til prestsins, en þá var nýtt komið upp á teningnum. B.— var sjálfur orðinn sannfærður um, að konan sín hefði ekki orðið fyrir blekk- ingu. Nú væri ein dætra hans, K.— að nafni, orðin miðill, og að með vísi, sem þau höfðu sett á stórt stafróf á borði, stöfuðust orðsendingar frá látna syninum, sem þau væru örugglega sannfærð um, að kæmu frá honum. Dr. Westwood féll í stafi, og hann sárvorkenndi með
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.