Morgunn - 01.06.1953, Blaðsíða 53
MORGUNN
47
dagstofuna og að bókahillu við hliðina á hljóðfærinu við
útvegginn, taka þar af tilviljun einhverja bókina, ganga
með hana aftur á bak inn í borðstofuna og skilja bókina
eftir opna á hlaðborðinu. Ganga síðan áfram inn í her-
bergið til önnu og tala stöðugt við hana í fimm minútur,
svo að hún gæti ekki einbeitt huganum að neinu öðru,
og biðja síðan „X“ að skrifa á blaðið fyrir framan önnu
litlu blaðsíðutalið hægra megin, þar sem bókin væri opin,
og tíu eða tólf fyrstu orðin á blaðsíðunni. Heimilisfólkið
átti að vera á verði fyrir því, að dr. Westwood gæti ekki
svikið neitt og að hann gæti ekki séð bókina fyrr en til-
rauninni væri lokið.
Nú var tilraunin gerð nákvæmlega á þennan hátt. Þegar
fimm mínúturnar voru liðnar, sagði dr. Westwood við „X“:
„Ert þú reiðubúinn?“ Óðara var skrifað á blaðið, með
hendi önnu, sem bundið var fyrir augun á: „Já.“ Og áfram
voru skrifuð allmörg orð.
Dr. Westwood tók nú blaðið og sagði við heimilisfólkið:
„Ég hef engu meiri hugmynd en þið um, hvaða bók ég
tók og lagði á hlaðborðið. Og ég hef engu meiri hugmynd
en þið um, hvort þessi tilraun hefur heppnazt. Ef hún
heppnast ekki, gerum við engar fleiri tilraunir. Ef hún
heppnast, höldum við áfram. Því ef skriftin á blaðinu sam-
svarar orðunum, sem standa á opnu blaðsíðunni í bókinni
á hlaðborðinu, er ekki önnur skýring hugsanleg en sú, að
þetta getur ekki verið hugsanaflutningur. Þá er erfitt að
hugsa sér, að hér sé undirvitund önnu að verki. Þá hefur
einhver vitsmunavera önnur en Anna litla skrifað með
hendi hennar.“
Með óvissublandinni eftirvæntingu gekk dr. Westwood
að hlaðborðinu. Blaðsíðutalið reyndist vera rétt. Skekkjur
í skriftinni voru þær, að efnið var ekki tekið frá efstu
línu blaðsíðunnar, heldur frá efstu greinaskilunum, og eitt
orðið var ekki rétt skrifað. Það átti að vera „Remember",
en var skrifað „Rember“. Að öðru leyti tókst þessi merki-
lega tilraun fullkomlega.