Morgunn


Morgunn - 01.06.1953, Page 64

Morgunn - 01.06.1953, Page 64
58 MORGUNN aður eiginmaður minn, Steve. Hann var nákvæmlega eins útlits eins og meðan hann dvaldi hér á jörðinni, eins eðli- legur, eins raunverulegur. Það lá við að það liði yfir mig. Ég komst í svo mikla geðshræringu, að séra Dickson sleit fundinum, þangað til ég var búin að jafna mig. Ég er viss um, að enginn, sem ekki hefur verið á slíkum fundi, getur gert sér neina hugmynd um, hvílík áhrif þetta hafði á mig. Þegar fundinum var haldið áfram, líkömuðust margir aðrir ástvinir mínir, sem látnir voru.“ Dr. M. A. Bulman í San Francisco, þekktur læknir og mikilsvirtur sálarrannsóknamaður, skýrir svo frá sams- konar fundi, sem haldinn var heima hjá séra Dickson: „Minnie Brown, andastjómandi séra Dickson, líkamaði sig sem barn og gekk um í herberginu hjá okkur og talaði bæði við mig og séra Dickson.“ Læknirinn segir ennfrem- ur: „Faðir minn og móðir mín líkömuðu sig bæði og stóðu fyrir framan mig, og andlit þeirra, sem eru mér svo kær, voru algerlega skýr og eðlileg. Eftir að þau voru horfin, kom Indíánahöfðingi, skreyttur sínum jarðnesku tignar- merkjum. Hann var sannarlega sérkennilegur með alla fjaðraskreytinguna og sveipaður í teppi.“ Samhljóða mörg- um öðmm segir Bulman, að séra Dickson hafi setið fyrir utan byrgið, svo að allir gátu séð hann á meðan á fund- inum stóð, og ræddi hann sjálfur við hina ástúðlegu vini handan að, sem líkömuðust á fundinum. Annar meðlimur safnaðarins, frú Madeleine Pierce, San Fr., sagði frá sinni reynslu á opinberum fundi. Frú Pierce kom til séra Dickson til þess að fá griffilteikningu af and- legum leiðtoga sínum, Indíánastúlku, sem kallast Rauða Lily, og sat hún í fundarherberginu í fullu dagsljósi beint á móti byrginu, og hélt hún á tveim töflum, sem hún hafði haft með sér. Hún sleppti aldrei þessum töflum og enginn annar snerti þær. Séra Dickson sat við hægri hlið hennar, fyrir utan byrgið. Á meðan hún sat í fullu dags- ljósi og beið eftir Juanita, sem er látin listakona, sem búizt var við að myndi gera teikninguna, opnaðist byrgið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.