Morgunn - 01.06.1953, Blaðsíða 47
MORGUNN
41
sem hugsanaflutning milli önnu og foreldra Charlotte, en
þó voru þarna nokkur atriði, sem ekki urðu skýrð þann
veg.
Rut og Ralph koma til sögunnar.
Skömmu eftir að Anna litla hóf að skrifa ósjálfrátt, virt-
ust tvær persónur fara að rita með hendi hennar, og
nefndu sig Rut og Ralph. Þá varð sú breyting á, að eftir
það skrifaðist ekkert frá öðrum persónuleikum. „Ef þau
stallsystkinin, Rut og Ralph, hurfu frá okkur — en það
gerðu þau stundum nokkra daga samfleytt — skrifaðist
ekkert, þótt Anna tæki pennann. Þau gerðu einfaldlega
ráð fyrir því, að vera skoðuð sem gestir okkar, stund og
stund.“ Þau spjölluðu um sjálf sig — með penna önnu —
um jarðlíf sitt og um það líf, sem þau sögðust lifa nú.
Þau kváðust bæði hafa verið hraðritarar í þjónustu ríkis-
ins, í Washington, áður en þau létust hátt á þrítugsaldri.
Þau kváðust hafa verið vinir í jarðlífinu og halda vináttu
sinni áfram. Þau gáfu ýmsar upplýsingar um liðið jarðlíf
sitt, en dr. Westwood gerði ekkert til að fá sönnur á því.
Það kann að þykja kynlegt, en hann skýrir það á þessa
leið:
„E. t. v. var þetta rangt, en þetta var gert af ráðnum
huga. Fyrir mér vakti ekki að ná sambandi við framliðið
fólk, ekki það að sanna eða afsanna lífið eftir dauðann .. .
ennfremur vildum við halda þessum tilraunum okkar
stranglega leyndum innan vébanda f jölslcyldunnar. Við vor-
um einnig þeirrar skoðunar, að ef Rut og Ralph væru
sjálfstæðir persónuleikar — en ekki hugarfóstur önnu litlu
— myndi framkoma þeira og háttalag leiða það í ljós. Við
vorum sannfærð um, að ef Rut og Ralph væru ekki að-
eins myndir af dulvitund önnu, myndi það koma í ljós á
sínum tíma. Við höfðum aldrei ástæðu til að sjá eftir
þessari ákvörðun okkar.“
Anna litla hafði aldrei skrifað á ritvél, en með vand-
lega bundið fyrir augun leiddi dr. Westwood hana að rit-