Morgunn


Morgunn - 01.06.1953, Side 47

Morgunn - 01.06.1953, Side 47
MORGUNN 41 sem hugsanaflutning milli önnu og foreldra Charlotte, en þó voru þarna nokkur atriði, sem ekki urðu skýrð þann veg. Rut og Ralph koma til sögunnar. Skömmu eftir að Anna litla hóf að skrifa ósjálfrátt, virt- ust tvær persónur fara að rita með hendi hennar, og nefndu sig Rut og Ralph. Þá varð sú breyting á, að eftir það skrifaðist ekkert frá öðrum persónuleikum. „Ef þau stallsystkinin, Rut og Ralph, hurfu frá okkur — en það gerðu þau stundum nokkra daga samfleytt — skrifaðist ekkert, þótt Anna tæki pennann. Þau gerðu einfaldlega ráð fyrir því, að vera skoðuð sem gestir okkar, stund og stund.“ Þau spjölluðu um sjálf sig — með penna önnu — um jarðlíf sitt og um það líf, sem þau sögðust lifa nú. Þau kváðust bæði hafa verið hraðritarar í þjónustu ríkis- ins, í Washington, áður en þau létust hátt á þrítugsaldri. Þau kváðust hafa verið vinir í jarðlífinu og halda vináttu sinni áfram. Þau gáfu ýmsar upplýsingar um liðið jarðlíf sitt, en dr. Westwood gerði ekkert til að fá sönnur á því. Það kann að þykja kynlegt, en hann skýrir það á þessa leið: „E. t. v. var þetta rangt, en þetta var gert af ráðnum huga. Fyrir mér vakti ekki að ná sambandi við framliðið fólk, ekki það að sanna eða afsanna lífið eftir dauðann .. . ennfremur vildum við halda þessum tilraunum okkar stranglega leyndum innan vébanda f jölslcyldunnar. Við vor- um einnig þeirrar skoðunar, að ef Rut og Ralph væru sjálfstæðir persónuleikar — en ekki hugarfóstur önnu litlu — myndi framkoma þeira og háttalag leiða það í ljós. Við vorum sannfærð um, að ef Rut og Ralph væru ekki að- eins myndir af dulvitund önnu, myndi það koma í ljós á sínum tíma. Við höfðum aldrei ástæðu til að sjá eftir þessari ákvörðun okkar.“ Anna litla hafði aldrei skrifað á ritvél, en með vand- lega bundið fyrir augun leiddi dr. Westwood hana að rit-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.