Morgunn


Morgunn - 01.06.1953, Blaðsíða 61

Morgunn - 01.06.1953, Blaðsíða 61
MORGUNN 55 kvaðst hyggja, að þá yrði honum ekki leyft að heimsækja þau oftar. Leikslokin urðu þá innan fárra vikna. Einn morguninn kvaðst hann vera á förum, en um kvöldið myndi hann skýra málið eitthvað nánara fyrir þeim. Kvöldið kom, tilraunir voru gerðar, en Bláskinni kom ekki. Hann var bersýnilega einnig farinn. Eftir hann fannst þeim vera auðn og tóm. Minningin um hinar furðulegu heimsóknir hans ein var eftir. Með burtför hans tók fyrir öll yfirvenjuleg fyrirbæri hjá önnu. Kraftur hennar til að lyfta hlutum með sál- rænum mætti hvarf. Bundið var enn fyrir augu hennar, en nú gat hún ekkert lesið blindandi. Nú gat hún ekki lengur skrifað ósjálfrátt, sálritinn hreyfðist ekki, þegar hún snerti hann. Hinir ósýnilegu gestir voru farnir, engin merki þeirra sáust lengur, og aldrei tókst oftar að ná sambandi við þá. Dr. Westwood og fjölskylda hans stóð einmanaleg eftir með endurminninguna um furðulegan kafla úr ævi sinni. Þegar dr. Westwood skrifar bók sína, er Anna hamingju- söm kona og móðir sonar, er farinn er að stunda háskóla- nám. Henni er ljúft að rifja upp fyrir sér og vinum sínum atburðina frá þessum furðulegu þrem ámm bernsku sinn- ar, en aldrei síðar mun hafa orðið vart nokkurra sálrænna hæfileika hjá henni. Eftir að tilraununum með önnu litlu lauk, fór dr. West- wood að snúa sér að tilraunum með aðra miðla. Hann gerði fjölmargar tilraunir og margháttaðar merkilegar at- huganir á fyrirbærunum hjá beztu miðlunum fyrir vestan haf, en frá því segir hann í síðari hluta bókar þeirrar, er ég hef sagt yður frá í kvöld. 1 næsta hefti Morguns mun verða sagt frá því, sem dr. Westwood segir frá rannsóknum sínum og tilraunum með amerisku miðlunum. Þar náði hann enn stórfelldari árangri en með önnu, og þegar vér kynnumst því, sem hann hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.