Morgunn


Morgunn - 01.06.1953, Blaðsíða 40

Morgunn - 01.06.1953, Blaðsíða 40
34 MORGUNN 1 júlímánuði 1914 var dr. Westwood boðið til miðdegis- verðar hjá einu sóknarbama sinna, víðkunnum manni vestan hafs sakir gáfna og hæfileika á fjármálasviðinu. Þegar staðið var upp frá borðum, bað húsbóndinn prest- inn að spjalla við sig í vinnustofu sinni í heimilinu. Þar bar þeim margt á góma, og meðal annars kom það prest- inum mjög á óvart, að húsbóndinn leiddi talið að sálar- rannsóknamálinu, en á því máli hafði dr. Westwood þá alls engan áhuga og var beinlínis andvígur því, taldi ekkert vit í því og þekkti það sáralítið. Húsbóndinn sagði presti sínum sitt af hverju furðulegt úr reynslu sinni, en prest- urinn spurði sjálfan sig: Hvað kemur til, að einmitt þessi gáfaði og skarpskyggni maður skuli geta trúað þessu? Hann þekkti fullkominn grandvarleik þessa gáfaða vinar síns, og vissi, að hann segði rétt frá. En sjálfur gat hann ekki fellt sig við þetta. Löngu síðar, þegar hann ritar bók sína, segir hann: „Þegar ég lít nú til baka, sé ég, að allt hugarástand mitt á þessum árum gerði mér ókleift að skilja þennan vin minn. Heimurinn, sem hann var að segja mér frá, var mér ókunnur heimur, sem ég kærði mig ekkert um að hafa nokkurt samband við. Væri þetta satt, myndi það svipta mig sálarró, og það kærði ég mig ekki um. En samt var mér eins og eitthvað órótt, þegar ég fór frá honum.“ Þá brauzt heimsstyrjöldin fyrri út, og dr. Westwood fjarlægðist enn meir en fyrr að vilja hugsa um „annan heim“. Honum þótti styrjöldin sanna, að menn hefðu hugs- að of mikið um „annan heim“, en of lítið um hinn jarð- neska, þar væru verkefnin mikið meira en nægileg. Sú sannfæring altók hann, að mannkynið þyrfti að leggja alla alúð sína við að umbæta jarðneska heiminn, og honum þótti sálarrannsóknamennimir vera að eyða dýrmætum kröftum og tima til fánýtra hluta, meðan blóðugur heimur hrópaði til allra manna eftir einhverri lausn hinna jarð- nesku vandamála. Á þriðja styrjaldarárinu var svo komið, að styrjöldin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.