Morgunn


Morgunn - 01.06.1953, Page 69

Morgunn - 01.06.1953, Page 69
MORGUNN 63 Svo virðist sem forspáin þurfi að vera svo táknræn eða óljós, að menn skilji hana ekki fyrr en atburðirnir eru komnir fram. Sálarrannsóknamanninum alkunna, dr. Geley, var sagt fyrir um dauðsfall í flugslysi. Honum var ekki ljóst, að þetta ætti við hann sjálfan, en örskömmu siðar fórst hann í flugslysi. Ef hann hefði talið spádóminn eiga við sig og ekki farið í þessa ferð, þá hefði spádómurinn ekki rætzt, en reynzt falsspá. Svo mörg vandamál koma upp, þegar við spádómana skal glímt, að þeir eru engan veginn svo einfaldir, sem þeir menn hyggja, er lítið hafa kynnt sér málið. Eðlilegt er að menn spyrji: Hvernig stendur á því, að frá þeim sálrænu uppsprettum, sem annars hafa reynzt öruggar og trúverðugar, hafa komið spádómar, sem reynzt hafa rangir? Gætum eins: Hefðum vér gott af að fá að vita viðburða- rásina fyrir? Hvílíkt böl væri það ekki fyrir mig að fá að vita það fyrirfram, að innan eins árs ætti ég að deyja úr kvalafullum sjúkdómi. Eða þá það, að ég ætti að missa kærasta ástvin minn af slysförum? Og enn annað: Hversu sljóvgandi áhrif myndi það ekki hafa á skapgerð mína, ef ég fengi að vita, að ég ætti að lifa alla mína ævi við velgengni, áhyggjulaus, við góða heilsu og meðlæti á alla lund? Þeir, sem átt hafa heima i Austurlöndum, þar sem menn trúa skilyrðislaust á óhagganleg forlög, vita, hve sú trú verkar lamandi á þrek manna og hugrekki og jafn- vel lamar hug þeirra til að berjast fyrir betra lífi. Það, að spádómar reynast rangir og rætast ekki, sannar að til er frjáls vilji og að ógerlegt er að segja framtíðina fyrir með nákvæmni, ógerlegt jafnvel þeim, sem ráða yfir meira en mannlegri sjón og þekkingu. Það, hve spádómar reynast oft rangir, kennir oss að vera ekki að seilast fram yfir líðandi stund eða að forvitnast um það, sem ekki er komið. Sumir hinna fullkomnari andaleiðtoga miðlanna segja oss, að þeir líkist þeim, sem vinna í veðurstofunum að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.