Morgunn


Morgunn - 01.06.1953, Page 37

Morgunn - 01.06.1953, Page 37
MORGUNN 31 líkama hans, og þetta efni nota verumar til þess að gera sig sýnilegar. Það streymir út frá honum eins og þoka, og tekur á sig alls konar myndir, og getur orðið ákaflega þétt og fast, meðan krafturinn er nægur, — og hann er mikill. Þessi fyrirbæri fylgja ákveðnum lögmálum, sem enn hafa ekki verið rannsökuð nægilega af vísindamönnum. Meginmarkmið þeirra er að sannfæra mennina um raun- veruleik siðalögmálsins og að það er hættulegt, að skeyta ekki um það lögmál í einkalífinu og opinberu lífi. Og þessi fyrirbæri eiga að sanna oss, hve geysilega mikill máttur býr í hugsunum vorum. ....Ef öllum væri þetta Ijóst, myndum vér njóta friðar á jörðu.“ Próf. Haarhoff sannreynir ný fyrirhrigSi. Prófessorinn átti enn eftir að öðlast kærkomna reynslu. Fáum vikum eftir að Margaret Lloyd, miðillinn hans heima í Johannesburg, andaðist, líkamaðist hún fyrir framan hann á öðrum fundi hjá Harris-hjónunum. Hið tilkomumesta í því fyrirbrigði var, að fundargestirnir sáu veru þessa í dimmu tilraunaherberginu uppljómaða af ljósi, sem virtist koma með henni sjálfri, eða innan frá henni sjálfri. Nokkur önnur vottfest dæmi þess er að finna í sögu sálarrannsóknanna. Próf. Haarhoff segist þannig frá: „Framliðinn maður þarf bæði þekkingu og dugnað til að byggja sig upp sýnilega á likamningafundi. Sjaldnast er nægilegt útfrymi fyrir hendi, þegar tilraunir í þessa áttina eru gerðar. Og því miður hafa svikarar oft þótzt vera miðlar fyrir slík fyrirbrigði ... til þess að hafa pen- inga út úr trúgjörnu fólki. Á þessu sviði miðlafyrirbær- anna eru svikin algengust. Hjá Harris-hjónunum í Cardiff er öllum fundargestum heimilt að rannsaka herbergið allt fyrir fundinn, og klæðnað miðilsins, er hann kemur inn. 1 hringnum með mér hjá Harrishjónunum var prófessor
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.