Morgunn - 01.12.1948, Blaðsíða 32
178
MORGUNN
Móðir Isleifs er enn á lífi á tíræðisaldri suður í Hafn-
arfirði. Ég þekki hana frá starfsárum mínum þar syðra
og fullyrði, að margt af þeim eðliskostum, sem prýddu
hann mest, hafi verið arfur frá henni. Isleifur unni móð-
ur sinni mjög mikið, eins og ailir góðir menn gjöra, og
einlægar samúðarkveðjur eru henni sendar héðan og syst-
kinum hans.
Þessi er ástvinahópurinn, sem nánustum böndum var
við hann bundinn, en orðið ,,vinur“ var um hann notað
langt út fyrir þau takmörk, enda voru hæfileikar hans
til vináttu sjaldgæfir.
Vissulega leita hingað í dag hugir mikils f jölda manna,
sem hingað komu og nutu hér unaðarstunda, því að tvennt
fór hér saman: elskulegt viðmót og rausn. Gleðistunda
eiga héðan margir að minnast, því að húsbóndinn var
allra manna glaðastur heim að sækja og hrókur alls fagn-
aðar. Og gleði hans var svo óvenjulega elskuleg, því að
hún var grómlaus með öllu og geislaði út frá göfugu og
hreinu hjarta. En þannig Verður oss lengi ljúft að muna
hann.
Og þó er sagan ekki sögð nema að hálfu með þessu,
því að hingað komu ekki aðeins hinir glöðu. Inn í húsið
hans lágu ótal spor þeirra, sem þreyttust undir lífsbyrð-
inni og báru þunga sorg. Eins og kunnugt er var hann
gæddur þeirri sérgáfu að geta skynjað það, sem flest-
um öðrum er hulið, og þessa gáfu notaði hann til þess
að lýsa þeim, sem í svartnætti sorgarinnar sátu, svo að
þótt þeir kæmu með sára hryggð á fund hans, fóru þeir
tíðum frá honum með nýja von, oft með nýja vissu, svo
að þeir sáu lífið í nýju ljósi og fundu þrek til að bera það,
sem þeim þótti óbærilegt áður. Þeir, sem slíkra erinda
komu til hans, voru margir, og þeir komu víða að. Og
mér er einnig kunnugt um hitt, að hann vermdist oft af
þakklætinu og ástúðinni, sem margir báru til hans, er
komið höfðu í hús hans með sorg í sefa. Hér í þessari
stofu, þar sem lík hans stendur nú, var unnið heilagt