Morgunn


Morgunn - 01.12.1948, Síða 32

Morgunn - 01.12.1948, Síða 32
178 MORGUNN Móðir Isleifs er enn á lífi á tíræðisaldri suður í Hafn- arfirði. Ég þekki hana frá starfsárum mínum þar syðra og fullyrði, að margt af þeim eðliskostum, sem prýddu hann mest, hafi verið arfur frá henni. Isleifur unni móð- ur sinni mjög mikið, eins og ailir góðir menn gjöra, og einlægar samúðarkveðjur eru henni sendar héðan og syst- kinum hans. Þessi er ástvinahópurinn, sem nánustum böndum var við hann bundinn, en orðið ,,vinur“ var um hann notað langt út fyrir þau takmörk, enda voru hæfileikar hans til vináttu sjaldgæfir. Vissulega leita hingað í dag hugir mikils f jölda manna, sem hingað komu og nutu hér unaðarstunda, því að tvennt fór hér saman: elskulegt viðmót og rausn. Gleðistunda eiga héðan margir að minnast, því að húsbóndinn var allra manna glaðastur heim að sækja og hrókur alls fagn- aðar. Og gleði hans var svo óvenjulega elskuleg, því að hún var grómlaus með öllu og geislaði út frá göfugu og hreinu hjarta. En þannig Verður oss lengi ljúft að muna hann. Og þó er sagan ekki sögð nema að hálfu með þessu, því að hingað komu ekki aðeins hinir glöðu. Inn í húsið hans lágu ótal spor þeirra, sem þreyttust undir lífsbyrð- inni og báru þunga sorg. Eins og kunnugt er var hann gæddur þeirri sérgáfu að geta skynjað það, sem flest- um öðrum er hulið, og þessa gáfu notaði hann til þess að lýsa þeim, sem í svartnætti sorgarinnar sátu, svo að þótt þeir kæmu með sára hryggð á fund hans, fóru þeir tíðum frá honum með nýja von, oft með nýja vissu, svo að þeir sáu lífið í nýju ljósi og fundu þrek til að bera það, sem þeim þótti óbærilegt áður. Þeir, sem slíkra erinda komu til hans, voru margir, og þeir komu víða að. Og mér er einnig kunnugt um hitt, að hann vermdist oft af þakklætinu og ástúðinni, sem margir báru til hans, er komið höfðu í hús hans með sorg í sefa. Hér í þessari stofu, þar sem lík hans stendur nú, var unnið heilagt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.