Morgunn - 01.12.1948, Blaðsíða 38
184
MORGUNN
fá verulega góða transfundi. Taldi hún andrúmsloftið í
Englandi, efnalega erfiðleika þjóðarinnar, sívaxandi ó-
ánægju almennings og þó fyrst og fremst óttann við nýja
styrjöld orsök þess. Við fengum þrjá fundi hjá þrem miðl-
um. Við komum vitanlega nafnlaus til miðlanna og þeir
höfðu engin skilyrði til þess að geta vitað nokkum skap-
aðan hlut um okkur hjónin með eðlilegu móti. En árang-
urinn get ég ekki sagt að hafi verið stórfenglegur. Eðli-
lega hafði ég undir niðri mikla löngun til þess að geta feng-
ið einhverja vafalausa vitneskju um vin vorn Einar H.
Kvaran. Á fyrsta fundinum hjá miðlinum frú Bedford
var lýst gömlum og gráhærðum manni, og sagt að mik-
ið væri af bókum í kring um hann. Mér datt í hug, að
þetta kynni að vera Einar Kvaran og spurði stjórnanda
miðilsins, hvort hann gæti sagt mér nafn þessa manns.
Stjórnandinn svaraði: Hann segir mér ekki nafn sitt, en
gefur mér tvo stafi úr því, og stafirnir eru K og N. Með
sjálfum mér kannaðist ég við, að þetta væru fyrsti og
síðasti stafurinn í nafninu KVARAN, og spurði, hvort
þessi maður vildi ekki segja mér eitthvað sérstakt. Stjórn-
andinn svaraði: Það er erfitt fyrir mig að ná miklu sam-
bandi við hann, þetta er mér allt svo framandi og ókunn-
ugt, en hann segir við mig, að nú sért þú að vinna það
starf á jörðunni, sem hann hafi unnið áður. Hann sýnir
mér þig, þar sem þú stendur á ræðupalli og talar fyrir
mörgu fólki, og hann segir: Þarna stóð ég á undan hon-
um. Þetta hlaut ég að kannast við, því að starfinu fyrir
Sálarrannsóknafélagið held ég áfram eftir hann og eins
ritstjórn MORGUNS. Mér þótti þetta athyglisvert, þótt
engan veginn væri í þessu fólgin nein úrslitasönnun fýT'
ir því, að vinur minn, Einar H. Kvaran, væri þarna, enda
myndu rengingarmenn hiklaust halda því fram, að þetta
hefði miðillinn í dásvefninum lesið úr huga mínum, þótt
ekki geti þeir hins vegar sannað það.
Annað atriði kom fram á þessum fundi, sem mér þótti
vænt um. Stjórnandi miðilsins sagði mér, að hjá mér stæði