Morgunn - 01.12.1948, Blaðsíða 62
208
MORGUNN
fundum, og lýsti um leið yfir því, að sér hefði verið ger-
samlega ókunnugt um þetta mál og hefði hann ekkert botn-
að i því, fyrr en málið var skýrt fyrir honum eftir að allt
var komið fram í dagsljósið um þetta merkilega atvik.
Dr. Funk fullyrðir, að ómögulegt sé, að Roney hafi get-
að haft nokkra vitneskju um peninginn, hann hefði aldrei
haft neitt með eldtraustu skápana að gera, sjálfur kvaðst
hann heldur ekki getað haft nokkra vitneskju um, að
peningurinn væri þarna, og að gjaldkerinn hafi alls ekki
munað neitt um þetta í byrjun.
Staðhœfing dr. Funks.
Miðillinn undirritaði hátíðlega yfirlýsingu um, að hann
hefði enga hugmynd haft um prófessor West, eiganda pen-
ingsins, eða nokkur afskipti dr. Funks, af peningnum, og
samskonar yfirlýsing undirrituðu aðrir þeir, sem þátt
höfðu tekið í miðilsfundunum. Dr. Funk lýsti skriflega
yfir því, að hann hefði verið algerlega viss um, að pen-
ingnum hefði verið skilað á réttum tíma, þegar búið hafði
verið að nota hann, og gjaldkerinn lýsti yfir skriflega því,
að hann hefði alls enga hugmynd haft um, að peningurinn
væri í eldtrausta skápnum enn, þegar hann fannst.
Þegar sonur próf. Wests var að þekka fyrir að peningn-
um var skilað, iýsti hann yfir því, að hann hefði enga
hugmynd haft um það, að peningurinn hefði verið í van-
skilum, og hann héldi, að faðir sinn hefði einnig haldið,
að löngu væri búið að skila honum, og að lokum skrifaði
hann á þessa leið:
„Það, hvernig peningurinn fannst með þessum dularfulla
hætti, hefir haft mikil áhrif á mig, og hlýtur að hafa mikil
áhrif á alla þá, sem kynnast þessum furðulegu staðreynd-
um. Ég fullvissa yður um, að ætlun mín er sú, að varð-
veita í ætt minni þennan pening framvegis, svo lengi sem
ætt mín lifir, til vitnisburðar um þá furðulegu hluti, sem
ollu því, að peningurinn fannst og komst aftur í mínai'
hendur.“ J. A. þýddi.