Morgunn - 01.12.1948, Side 60
206
MORGUNN
„Hverjum skilaðir þú honum?“
„Ég man það ekki lengur, en ég skilaði honum mann-
inum, sem þú sagðist hafa fengið hann að láni frá.“
Dr. Funk gekk á bróður sinn og þráspurði hann um
þetta, en hann staðhæfði, að peningnum hefði áreiðanlega
verið skilað.
Síðar sama dag var haldinn fjárhagsfimdur í hlutafé-
laginu og þar voru þeir viðstaddir, hr. Wagnalls, varafor-
maður félagsins, og hr. Wheeler, ritstjóri. Dr. Funk sagði
þeim þá, hvað fyrir sig hafði komið, og hr. Wagnalls lýsti
óðara yfir því, að honum væri ókunnugt um, að þessi
peningur hefði nokkurn tíma verið fenginn að láni, en hr.
Wheeler, sem er fullkominn efasemdarmaður um öll sál-
ræn fyrirbrigði, sagði: „Finnið þið þennan pening, það
verður sönnun, sem segir sex!“
„Við skulum sjá,“ svaraði dr. Funk, og hringdi sam-
stundis eftir gjaldkeranum og spurði hann:
„Minnist þér þess, að peningur, sem nefndur er „Ekkju-
peningurinn", hafi nokkurn tíma verið í okkar vörzlu, með-
an verið var að gefa út alfræðiorðabókina miklu?“
Gjaldkerinn minntist þess, að hafa tekið við þeim pen-
ingi frá dr. Funk, en fullyrti, að honum hefði verið skilað-
Þá bað dr. Funk hann að fara með aðstoðarmönnum sín-
um og opna stóra, eldtrausta skápinn og leita að Perí'
ingnum þar.
H. u. b. tuttugu mínútum síðar kom gjaldkerinn og fé^
dr. Funk umslag, sem í voru tveir „Ekkjupeningar“. Um'
slagið hafði fundizt í „stórum, eldtraustum skápi, niðri 1
skúffu, undir búnka af bréfum, þar sem hann hafði leg^
gleymdur í mörg ár“, nákvæmlega eins og dr. Funk hafð1
verið sagt á miðilsfundinum kvöldinu áður.
Peningarnir voru tveir.
Þegar þessir peningar voru nákvæmlega bomir saman
við myndina í alfræðiorðabókina, kom í ljós, að annar
peningurinn, sem var heldur minni og ljósari en hinn>