Morgunn - 01.12.1948, Blaðsíða 14
160
MORGUNN
Ef ekkert annað væri til að styðjast við og draga álykt-
anir af en sagnir frá liðnum tímum, um veruleik slíkra
fyrirbrigða, þá væri eðlilegt, að margir væru vantrúaðir
á, að þau hefðu gerzt. En það er staðreynd, sem ekki
verður þokað, að þau virðast engu ótíðari í lífi nútíðar-
manna en áður fyrr, að þau hafa verið vottfest og sann-
prófuð, að svo miklu leyti, sem unnt hefur reynzt og kleift
hefur verið að koma beinum sönnunum við. Það er sönn-
uð staðreynd, að lifandi menn hafa sézt á fjarlægum stöð-
um, meðan líkami þeirra hvíldi vitimdarvana á öðrum
stað, að þeir hafa iðulega lýst þeim stöðum og því um-
hverfi, sem þeir hafa gist með þessum hætti, og staðfest
hefur verið, að þar væri rétt frá skýrt, þó að sannað hafi
verið, að þeir hafi aldrei þar komið með venjulegum hætti.
Þá hafa þeir og einatt sagt frá atburðum, sem þar voru
að gerast, og hermt frá orðræðum manna, sem engum
var þá kunnugt um að væru að gerast, nema sjónarvott-
um og þátttakendum. Vottfestar heimildir eru einnig til
um það, að sofandi jarðneskir menn hafa stundum birzt
mönnum á fjarlægum stöðum, bæði sýnilega og áþreifan-
lega, í þessu andlega líkamsgervi sínu, þó að sjaldgæfara
virðist að slíkt eigi sér stað.
Frá mörgum vottfestum og sönnuðum fyrirbrigðum
þessarar tegundar, væri unnt að segja, en takmarkaður
ræðutími minn veldur því, að mér er þetta ekki unnt. Ég
ætla aðeins að segja yður frá einu atriði úr reynslu sjálfs
min um vitaða tilvist utan jarðlífslíkama míns.
Ég átti þá heima á Eskifirði. Þegar ég kom heim úr
skólanum að þessu sinni, fannst mér ég vera óvenju þreytt-
ur og lémagna, svo að ég lagði mig út af á legubekk. Ein-
kennileg tilfinning náði tökum á mér, fannst sem ég vseri
að stirðna og kólna upp, en því nær samstundis missti
ég meðvitund. Hið næsta, sem ég gerði mér grein fyrir,
var að ég stóð út við gluggann á herbergi mínu og horfði
út. Ég stóð ekki þarna áðan, var fyrsta hugsunin, sem
skaut upp í huga mínum. Ég sneri mér við, og undrun