Morgunn


Morgunn - 01.12.1948, Side 40

Morgunn - 01.12.1948, Side 40
186 MORGUNN McKenzie-hjónunum í hinni alkunnu stofnun Psychic Col- lege. Eftir að sú stofnun var lögð niður, starfar frúin fyrir London Spiritualist Alliance. Stjómandi miðilsins sagði mér, að hjá mér væri stödd anima mín, móðir móður minnar, en ekki gat hún sagt mér nafn hennar, og lýsingin var ekki sannfærandi. Þá spurði ég, hvort enginn væri með henni, og eftir nokkra stund var mér sagt, að með henni væri dóttir hennar, sem andazt hefði á þessu ári; þær hugsuðu mikið um móður mína, sem væri á jörðunni. Allt var þetta rétt. Mér var sagt, að þessi móðursystir mín væri mjög lík móður sinni í útliti. Hún hefði ekki dáið í landinu, sem við ættum heima í, hún benti yfir hafið mikla til vest- urs. Þetta var alveg rétt. Nú kom skemmtileg skapgerðax- lýsing af þessari móðursystur minni, sem á ýmsan hátt var óvenjuleg kona. Sagt var frá hugðarefnum hennar, og þá var sagt: „Þessi frænka þín hefur elskað Frakk- land, hún hefur kunnað frönsku og hún hefur verið í Frakklandi, komið þangað.“ Ég neitaði því, að hún hefði komið til Frakklands, en sagði hitt vera rétt, en veran sagði: „Þá hefur hún ráðgert að fara til Frakklands, þótt ekkert yrði úr því, þegar á átti að herða.“ Þetta sagði ég vera rétt og spurði veruna, hvernig hún vissi þetta, hvort móðursystir mín væri að segja henni þetta, og mér var svarað: „Ég heyri óm af frönsku i kringum hana, en nú talar hún og ég heyri það skýrt, hún snýr sér að þér og segir: Þú veizt það, frændi, að ég hafði alltaf mikinn áhuga fyrir Frakklandi og frönskunni, en nú hef ég alveg sérstakan áhuga fyrir þessu í sambandi við þig> þú veizt, hvað ég á við.“ Þetta þótti mér skemmtilegt, því að innan fárra daga ætlaði ég til Frakklands, og fór þangað. Ég get ekki skilið, að kona, sem ekki vissi einu sinni nafn mitt og ég hef ekki séð nema í þetta eina skipt1 á ævinni, hafi getað haft eðlilega vitneskju um neitt af því, sem hún sagði þarna, en ég vissi þetta allt sjálfnr- Nú langaði mig til að vita, hvort stjórnandi miðilsins g®ti

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.