Morgunn - 01.12.1948, Blaðsíða 44
190
MORGUNN
var maður á að gizka um fertugt, sem var kengboginn
í baki, en gekk furðu rösklega að stólnum fyrir framan
Mr. Edwards, sem hann lét sjúklingana sitja í, meðan
hann gerði tilraunir sínar með þá. Þessi maður sagði mér,
að hann hefði komið oft áður til Mr. Edwards, mig minn-
ir að hann segði þetta vera í tólfta sinn, og kvaðst hann
vera búinn að fá undravérðan bata. Hann kvaðst hafa
legið rúmfastur með öllu og læknarnir hefðu ekkert get-
að hjálpað sér. Konu talaði ég við, sem einnig kvaðst vera
búin að fá undraverðan bata á sjón sinni. Um þetta er
ég vitanlega ekki bær að dæma af eigin athugim. Eftir
lækningatilraunirnar átti ég þess því miður lítinn kost
að ræða við Mr. Edwards. Þegar við komum inn í skrif-
stofuna til þess að kveðja hann, sáum við sex manns vera
þar að vinna, aðallega til þess að opna póst og svara
bréfum. Mig minnir, að mér væri sagt, að þennan morg-
un hefðu borizt milli 3 og 4 hundruð bréf með beiðnum
um læknishjálp. Mr. Edwards ræðir lítið við sjúklinga
sína, en Mrs. Parish leggur á það mikla stund að vera
sálusorgari fyrir þá, sem til hennar leita, og ég hygg, að
hún skyggnist dýpra inn í sálarlíf þeirra, sem hún hefur
samband við. Hún virtist leggja mikið upp úr því að geta
veitt andlega hjálp þeim, sem ekki var unnt að veita lík'
amlega læknishjálp. Hún bað mig að bera þau orð síu
þeim, sem leituðu hjálpar sinnar héðan frá Islandi, að
hún legði mikla áherzlu á, að þeir ræktu vel þær stund-
ir, sem hún fyrirskipar í bréfum sínum til sjúklinganna,
og hún kvað það skýlausa reynslu sina, að mikið yrð1
sjúklingurinn að leggja fram sjálfur, til þess að hin ó-
sýnilegu öfl gætu hjálpað honum; oft væri það vonlaust
mál um þá, sem væntu furðuverka, án þess að leggja
fram þau skilyrði, sem nauðsynleg væru. Ég hef áður
birt bréfkafla frá henni í MORGNI, sem hún skrifaði mér,
eftir að henni barst til eyrna héðan, að maðurinn hennar
ætti að standa á bak við einhverjar lækningar hér 1
Reykjavík. Það fullyrti hún að væri tilhæfulaust með ÖllU-