Morgunn - 01.12.1948, Blaðsíða 42
188
MORGUNN
sönnun. En ég hef stundum heyrt fólk segja fjarstæður
um árangurinn af miðilsfundi við miðilinn sjálfan og veit,
að gagnvart miðlinum er þetta rangt, því að á þennan
hátt fær hann skakkar hugmyndir um árangurinn af
starfi sínu. Mrs. Methven tók hreinskilni minni vel og
sagðist vita, að starf sitt bæri ekki slíkan árangur sem
það hefði borið fyrir fáum árum, þótt hún væri enn á
bezta aldri og hraust. Ég gat þess við hana, að sennilega
hefði hún ofþreytt sig og misboðið sér með því að starfa
látlaust í Lundúnum öll stríðsárin, meðan skelfingar
lofthemaðarins dundu á borginni. Hún brosti við og
mér er svar hennar minnisstætt: ,,Nei,“ sagði hún, „þá
var yndislegt að vera miðill í Lundúnum. Þjáningarnar
sameinuðu fólkið, svo að þá voru allir eins og bræður
og systur. Allir vom fullir samúðar hver í annars garð.
Þá vorum við ein sál, og við unnum sigurviss að einu
marki. En þetta er allt orðið breytt. Vonbrigði eftirstríðs-
áranna eru að sundra okkur. Efnalega afkoman er erfið
og þjóðin hefur ekki nægilegt þolgæði til þess að bíða.
Hugirnir eru ekki lengur samstilltir um eitt stórt átak,
hver otar sínum tota, til þess að geta lifað sæmilega.
Þetta tvístrar. Og hræðslan við nýja styrjöld er miklu
meiri en uppi er látið. Það er þessu andlega ásigkomulagi
okkar að kenna, að miðilsstarfið ber ekki þann árangur,
sem það bar fyrir fáum árum. Ég þykist hafa nokkra
reynslu, því að ég er búin að starfa sem miðill í meira
en tuttugu ár.“
Og mér var hvarvetna sagt þetta sama, að nú væri mikl-
um mun minna um góða miðla en áður fyrr. Mrs. Helen
Duncan mun starfa eitthvað í kyrrþey, síðan hinum æva-
gömlu lögum gegn galdranornum, sem enn eru í gildi i
Englandi, var beitt gegn henni, en auk hennar er nú eng-
inn miðill til þar í landi fyrir líkamleg fyrirbrigði, sem ég
þekki, og enginn líkamningamiðill. Það var mikið tjón, að
Jack Webber skyldi falla frá fyrir fáum árum, og var Þa
enn kornungur maður. Enginn miðill er nú til með Bret-