Morgunn


Morgunn - 01.12.1948, Blaðsíða 20

Morgunn - 01.12.1948, Blaðsíða 20
166 MORGUNN spekinnar né trúarlegum heilabrotum. Það voru upprisu- fyrirbrigðin sjálf, sem sannfærðu mennina, sú staðreynd, að fjöldi manna hafði séð og talað við hinn upprisna. Að hann lifði, var þeim þannig þekkingaratriði, en ekki trú- argrein. Á svo sterkum grunni stóð frumkristnin með ódauðleikavissu sína, og það var þetta, sem gæddi hana þeim heimasigrandi krafti, að engin hliðstæð dæmi er unnt að finna í mannkynssögunni. En aldirnar liðu. Trúarlærdómarnir héldu innreið sína í kirkjuna, andinn var slökktur, því að vitnisburður hans studdi engan veginn ævinlega hinar valdboðnu trúarsetn- ingar kirkjuhöfðingjanna, lind kraftaverkanna þvarr, trú- villingabálin loguðu í löndum kaþólskra manna og galdra- brennurnar í lúterskum löndum. En meðan réttrúnaður- inn lúterski var að færa mennina í andlega fjötra og hið kaþólska trúarlíf að drukkna í eintómum helgisiðum og prjáli, hélt hin vísindalega efnishyggja innreið sína í hugi vestrænna manna, og þá varð það tízkuatriði að verða trúlaus maður, annað þótti ekki hugsandi mönnum sam- boðið. Þessu er snillingurinn séra Matthías Jochumsson að lýsa, þegar hann segir: Loks er það eitt, það evangelíum, er oss býðst hjá tímans vitringum: trú er hjátrú, heimur töfraspil, himinn, Guð og sál er ekki til! Vísindin höfðu eignazt einhvem snefil af þekkingu á mann- legum líkama, en ekki var við það hikað að byggja á þeim fátæklegu brotum þá staðhæfing, sem í nafni vís- indanna var borin fram, að sálin væri ekki til, og allt það, sem menn hefðu kallað sálarstarfsemi, væri ekki annað en framkvæmi af frumum og taugastöðvum manns- heilans. Vísindin höfðu eignazt einhverja yfirborðsþekk' ingu á stjörnum þeim, sem næstar liggja jörðunni, og Þa þóttust vitrir menn vita nóg um himininn til þess að fuU" yrða, að enginn Guð væri þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.