Morgunn


Morgunn - 01.12.1948, Page 20

Morgunn - 01.12.1948, Page 20
166 MORGUNN spekinnar né trúarlegum heilabrotum. Það voru upprisu- fyrirbrigðin sjálf, sem sannfærðu mennina, sú staðreynd, að fjöldi manna hafði séð og talað við hinn upprisna. Að hann lifði, var þeim þannig þekkingaratriði, en ekki trú- argrein. Á svo sterkum grunni stóð frumkristnin með ódauðleikavissu sína, og það var þetta, sem gæddi hana þeim heimasigrandi krafti, að engin hliðstæð dæmi er unnt að finna í mannkynssögunni. En aldirnar liðu. Trúarlærdómarnir héldu innreið sína í kirkjuna, andinn var slökktur, því að vitnisburður hans studdi engan veginn ævinlega hinar valdboðnu trúarsetn- ingar kirkjuhöfðingjanna, lind kraftaverkanna þvarr, trú- villingabálin loguðu í löndum kaþólskra manna og galdra- brennurnar í lúterskum löndum. En meðan réttrúnaður- inn lúterski var að færa mennina í andlega fjötra og hið kaþólska trúarlíf að drukkna í eintómum helgisiðum og prjáli, hélt hin vísindalega efnishyggja innreið sína í hugi vestrænna manna, og þá varð það tízkuatriði að verða trúlaus maður, annað þótti ekki hugsandi mönnum sam- boðið. Þessu er snillingurinn séra Matthías Jochumsson að lýsa, þegar hann segir: Loks er það eitt, það evangelíum, er oss býðst hjá tímans vitringum: trú er hjátrú, heimur töfraspil, himinn, Guð og sál er ekki til! Vísindin höfðu eignazt einhvem snefil af þekkingu á mann- legum líkama, en ekki var við það hikað að byggja á þeim fátæklegu brotum þá staðhæfing, sem í nafni vís- indanna var borin fram, að sálin væri ekki til, og allt það, sem menn hefðu kallað sálarstarfsemi, væri ekki annað en framkvæmi af frumum og taugastöðvum manns- heilans. Vísindin höfðu eignazt einhverja yfirborðsþekk' ingu á stjörnum þeim, sem næstar liggja jörðunni, og Þa þóttust vitrir menn vita nóg um himininn til þess að fuU" yrða, að enginn Guð væri þar.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.