Morgunn


Morgunn - 01.12.1948, Síða 42

Morgunn - 01.12.1948, Síða 42
188 MORGUNN sönnun. En ég hef stundum heyrt fólk segja fjarstæður um árangurinn af miðilsfundi við miðilinn sjálfan og veit, að gagnvart miðlinum er þetta rangt, því að á þennan hátt fær hann skakkar hugmyndir um árangurinn af starfi sínu. Mrs. Methven tók hreinskilni minni vel og sagðist vita, að starf sitt bæri ekki slíkan árangur sem það hefði borið fyrir fáum árum, þótt hún væri enn á bezta aldri og hraust. Ég gat þess við hana, að sennilega hefði hún ofþreytt sig og misboðið sér með því að starfa látlaust í Lundúnum öll stríðsárin, meðan skelfingar lofthemaðarins dundu á borginni. Hún brosti við og mér er svar hennar minnisstætt: ,,Nei,“ sagði hún, „þá var yndislegt að vera miðill í Lundúnum. Þjáningarnar sameinuðu fólkið, svo að þá voru allir eins og bræður og systur. Allir vom fullir samúðar hver í annars garð. Þá vorum við ein sál, og við unnum sigurviss að einu marki. En þetta er allt orðið breytt. Vonbrigði eftirstríðs- áranna eru að sundra okkur. Efnalega afkoman er erfið og þjóðin hefur ekki nægilegt þolgæði til þess að bíða. Hugirnir eru ekki lengur samstilltir um eitt stórt átak, hver otar sínum tota, til þess að geta lifað sæmilega. Þetta tvístrar. Og hræðslan við nýja styrjöld er miklu meiri en uppi er látið. Það er þessu andlega ásigkomulagi okkar að kenna, að miðilsstarfið ber ekki þann árangur, sem það bar fyrir fáum árum. Ég þykist hafa nokkra reynslu, því að ég er búin að starfa sem miðill í meira en tuttugu ár.“ Og mér var hvarvetna sagt þetta sama, að nú væri mikl- um mun minna um góða miðla en áður fyrr. Mrs. Helen Duncan mun starfa eitthvað í kyrrþey, síðan hinum æva- gömlu lögum gegn galdranornum, sem enn eru í gildi i Englandi, var beitt gegn henni, en auk hennar er nú eng- inn miðill til þar í landi fyrir líkamleg fyrirbrigði, sem ég þekki, og enginn líkamningamiðill. Það var mikið tjón, að Jack Webber skyldi falla frá fyrir fáum árum, og var Þa enn kornungur maður. Enginn miðill er nú til með Bret-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.