Morgunn


Morgunn - 01.12.1948, Síða 38

Morgunn - 01.12.1948, Síða 38
184 MORGUNN fá verulega góða transfundi. Taldi hún andrúmsloftið í Englandi, efnalega erfiðleika þjóðarinnar, sívaxandi ó- ánægju almennings og þó fyrst og fremst óttann við nýja styrjöld orsök þess. Við fengum þrjá fundi hjá þrem miðl- um. Við komum vitanlega nafnlaus til miðlanna og þeir höfðu engin skilyrði til þess að geta vitað nokkum skap- aðan hlut um okkur hjónin með eðlilegu móti. En árang- urinn get ég ekki sagt að hafi verið stórfenglegur. Eðli- lega hafði ég undir niðri mikla löngun til þess að geta feng- ið einhverja vafalausa vitneskju um vin vorn Einar H. Kvaran. Á fyrsta fundinum hjá miðlinum frú Bedford var lýst gömlum og gráhærðum manni, og sagt að mik- ið væri af bókum í kring um hann. Mér datt í hug, að þetta kynni að vera Einar Kvaran og spurði stjórnanda miðilsins, hvort hann gæti sagt mér nafn þessa manns. Stjórnandinn svaraði: Hann segir mér ekki nafn sitt, en gefur mér tvo stafi úr því, og stafirnir eru K og N. Með sjálfum mér kannaðist ég við, að þetta væru fyrsti og síðasti stafurinn í nafninu KVARAN, og spurði, hvort þessi maður vildi ekki segja mér eitthvað sérstakt. Stjórn- andinn svaraði: Það er erfitt fyrir mig að ná miklu sam- bandi við hann, þetta er mér allt svo framandi og ókunn- ugt, en hann segir við mig, að nú sért þú að vinna það starf á jörðunni, sem hann hafi unnið áður. Hann sýnir mér þig, þar sem þú stendur á ræðupalli og talar fyrir mörgu fólki, og hann segir: Þarna stóð ég á undan hon- um. Þetta hlaut ég að kannast við, því að starfinu fyrir Sálarrannsóknafélagið held ég áfram eftir hann og eins ritstjórn MORGUNS. Mér þótti þetta athyglisvert, þótt engan veginn væri í þessu fólgin nein úrslitasönnun fýT' ir því, að vinur minn, Einar H. Kvaran, væri þarna, enda myndu rengingarmenn hiklaust halda því fram, að þetta hefði miðillinn í dásvefninum lesið úr huga mínum, þótt ekki geti þeir hins vegar sannað það. Annað atriði kom fram á þessum fundi, sem mér þótti vænt um. Stjórnandi miðilsins sagði mér, að hjá mér stæði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.