Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Page 19

Morgunn - 01.06.1950, Page 19
Sir Arthur Conan Doyle. Postuli spíritismans. Fyrir nokkru kom út í Bandaríkjunum hin fyrsta ýtar- lega ævisaga hins heimskunna rithöfundar og spíritista. Sir Arthur Conan Doyles, rituð af hinum kunna rit- höfundi John Dickson Carr, sem kunnastur hefur orðið fyrir leynilögreglusögur sínar. Þessi bók mun naumast enn hafa borizt hingað, en Théeresé Ericson skrifar um hana í Spiritualisten, júní 1949, þessa grein: Nýlega er komin út í Ameríku fyrsta ýtarlega bókin, sem rituð hefur verið enn um Sir Arthur Conan Doyle. Þessi bók, sem er meistaralega skrifuð, er rituð af leyni- lögreglusagnahöfundinum John Dickson Carr, en hann er rétti maðurinn til að skilja og skýra hið merkilega og fjöl- þætta sálarlíf Sir Arthurs. Carr segir líka, að hann lýsi í bókinni ekki aðeins Sir Arthur, heldur einnig höfuðper- sónunum í skáldritum hans, þeim Sherlock Holmes og dr. Watson. Þannig er þetta í rauninni þreföld ævisaga. Sér- hver sálfræðingur hlýtur líka að skilja, að í Sir Arthur bjuggu ennþá fleiri persónuleikar, svo alhliða var hann, svo frábærlega f jölþættur maður. 1 ævisögu þessari kynnist lesandinn mörgum staðreynd- um, sem áður voru ekki almennt kunnar. Oss er kunnugt, að hann reit fjöldann allan af skáldsögum, smásögum og ritgerðum, sem hann hlaut heimsfrægð af sem rithöfundur. „Ritverk hans skyggðu á manninn sjálfan,“ segir Dickson Carr, „en líf Conan Doyles sjálfs var eins og æsandi hug- arburður eða ævintýri. Hann var sjálfur miklu merkilegri persónuleiki en nokkur af söguhetjunum, sem hann skóp.“

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.