Morgunn - 01.06.1950, Side 27
MORGUNN
21
ef maður talar um vísindi og trú í þeirra hreinu og
óskemmdu mynd. Þau fallast í faðma, taka höndum saman
°g styrkja dýrmætustu hugsun mannsandans ódauðleik-
ann. Ef vér göngum veg vísindanna með opnum augum,
sjáum vér dýrð hins guðlega boðskapar. Vísdómur manns-
ins er aðeins eitt þrepið í áttina til hæða opinberunarinnar
um Guð. Fyrir trú eigum vér að ganga upp ný og ný þrep
í eilífðinni. Vísindin er eins og efnagreining, til að sanna
að gullið sé ósvikið.“
Hann var sannleiksleitandi og á sinn hátt var hann
einnig sálarrannsóknamaður.
Andersen hafði ekki mikil kynni af raunverulegum
spíritisma, hvorki hinni trúarlegu hlið á honum né fyrir-
brigðunum sjálfum. Hann var einhverju sinni á ferð um
Jótland og kom þá í hið gamla Börglum-klaustur. Þar
var honum sagt, að í einu herberginu þar sæist oft gamall,
'öngu liðinn múnkur, og að sjálfur biskupinn í Börglum-
stifti hefði séð gamla múnkinn. 1 þessu sambandi segir
hann í ævisögu sinni: „Ég þori ekki að neita möguleik-
anum fyrir sambandi milli lifandi manna og látinna, en
ég trúi samt ekki örugglega á þetta samband. Margir
menn hafa sagt mér frá nætursýnum, sem þeir segjast
hafa séð. Ég hef sjálfur aldrei séð neitt slíkt. Þegar ég
kom til Álaborgar á heimleiðinni átti ég tal við þann há-
virðulega mann, sem séð hafði svip múnksins. Ég lét orð
hggja að því, að sýnin kynni að hafa stafað af skynvillu,
en hann svaraði rólega: Getur hitt ekki verið, að það sé
galli á yðar eigin auga, að þér getið ekki séð svona hluti?“
En þótt Andersen væri þannig ekki sannfærður spíritisti
stóð hann spíritisma nútímans mjög nærri um lífssilning
og trú, já, svo nærri, að ef hann hefði þekkt spíritisma
nútímans má hikalust fullyrða, að hann hefði verið einn
af ákveðnustu fylgismönnum hans.
1 mörgum ritverka sinna birtir hann hugsanir, sem bera
þess Ijóslifandi vott, að skáldið hefur haft innsæislegan
skilning á dauðanum og lífinu eftir dauðann, og mörg