Morgunn - 01.06.1950, Side 33
MORGUNN
27
húsinu. „Þetta eru fjarhrif," segir páfagaukurinn. Ef hægt
er að sýna mér fram á, að hugsun eða tilfinning geti ekki
aðeins borizt frá einum huga til annars heldur einnig tek-
ið sér bólfestu á einhverjum stað og verkað á næman
mann, sem á staðinn kemur, ætla ég ekki að deila lengur.
En ef þessi áhrif hins liðna geta varað í eina klukkustund,
hversvegna þá ekki í eitt ár eða eina öld?
Ég átti vin, sem átti heima í hundrað ára gömlu húsi.
Kona hans var gædd sálrænum næmleika, og þegar hún
kom niður stiginn í húsinu, varð hún ævinlega á sama
staðnum vör við að eitthvað kom við hana, ýtti í hana.
Seinna kom það upp úr kafinu, að nákvæmlega á þessum
stað hafði barn ýtt í gamni við gamalli konu, sem bjó í hús-
inu á undan vinum mínum, með þeim afleiðingum að hún
datt niður stigann. Maður þarf ekki endilega að hugsa
sér, að einhver glettinn andi væri enn á þessum stað að
endurtaka hið liðna óhappaatvik. Það er hugsanlegt, að
að skelfing gömlu konunnar, þegar hún datt niður stig-
ann, hafi látið eftir sig áhrif, sem síðan hafi verið unnt að
skynja á þennan undarlega hátt.
En í hvað hafa þéssi áhrif mótazt? Þau hafa hlotið að
mótazt í eitthvert ákveðið efni, sem þarna var til staðar,
efni segi ég, en það kann að vera ákaflega fínt, ákaflega
miklu fínna en jaðneska efnið, sem vér þekkjum. Að svo
miklu leiyti sem vér vitum, er þarna ekki nema um tvennt
að ræða: loftið eða eterinn. Loftið er á stöðugri hreyfingu,
í það geta ekki mótast varanleg, kyrrstæð áhrif. En er
eterinn þá á stöðugri hreyfingu? Honum hefur verið lýst
á þann hátt, að hann væri hið hárfínasta efni, gegnsmoginn
straumum í sífelldum sveiflum, en ég hygg, að réttara væri
að likja honum við límkennt hlaup, sem loðir saman en
getur titrað og skolfið. Vér getum gert oss í hugarlund,
að allur hinn sýnilegi efnisheimur sé gegnsmoginn þessum
eter, sem er svo hárfínt efni, að jafnvel vindurinn hefur
engin áhrif á það. Ég veit, að hér er ég farinn að ræða
mál, sem maður eins og Sir Oliver Lodge kynokar sér