Morgunn - 01.06.1950, Side 69
MORGUNN
63
sagði henni margt frá látnum ástvinum hennar, sem hún
vissi, að miðillinn sjálfur gæti ekki haft neina eðlilega
vitneskju um, nefndi nöfn þessara látnu vina, bar henni
orðsendingar frá þeim, og lýsti heimili hennar vestur á
landi, sem miðillinn sjálfur hefur aldrei séð.
En yfir einu er ég undrandi, og veit ekki, hvað ég á
um að hugsa, sagði frúin við mig í símanum. Að lokum
sagði stjórnandi miðilsins mér, „Finna gamla,“ að hjá mér
stæði kona, sem alveg væri nýkomin yfir landamærin, þok-
Ur væru um hana, móðir hennar væri með henni til að
hjálpa henni. Hún væri naumast fær um þetta sjálf, en
henni væri mikið áhugamál, að gera vart við sig, láta vita
að hún væri þarna. Stjórnandinn sagði mér nú, hvað þessi
kona héti, og sagði mér nafnið á bænum, sem hún hafði
átt heima á, auk þess sagði hann mér nafn móður konunn-
ar og lýsti henni. Allt þetta kannaðist ég við, konan var
góð vinkona mín, en nú hlaut ég að efast, og sagði, að þessi
vinkona mín væri bráðlifandi. „Finna gamla“ varekkiáþvi.
Hún sagði, að þessi kona væri alveg nýkomin yfir. Hún
hefði andast mjög snögglega, ekki verið veik áður. Ég lét
enn efa minn í ljós og spurði undrandi, hve langt mundi
síðan hún hefði dáið. „Finna“ svaraði mér og kvað vera
mundu tæplega þrjú dægur síðan. Og hún ítrekaði það,
sem hún hafði áður sagt.
Frúin kvaðst vera undrandi yfir þessu, en kvaðst nú
mundu þegar í stað gera gangskör að því að fá að vita
hið sanna í þessu óvænta máli.
Við eftirgrennslan kom í Ijós, 'að þessi kona var þá
önduð. Hún hafði andast snögglega af hjartaslagi, heima
hjá sér, en ekker var búið að birta enn um andlát hennar
opinberlega.
Enn er athyglisvert, að kona þessi, sem var eindreginn
spíritisti, hafði sagt við vini sina fyrir ekki löngu, að aum
yrði hún eftir andlátið, ef hún reyndi ekki fljótlega að
gera vart við sig. Þó bjóst hún sjálf engan veginn við
andláti sínu svo fljótlega, að því er ég bezt veit.