Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Page 86

Morgunn - 01.06.1950, Page 86
80 MORGUNN semi hins ,,telekinetiska“ miðils, frú Rasmussen-Melloni, langar mig að koma á framfæri nokkrum athugasemdum á vegum hins danska spíritistakirkjusambands. 1. Það er ekki rétt að kalla þessi fyrirbrigði frúarinnar spíritisma. Frú Melloni hefur ekkert samband við danskan spíritisma. Hún er atvinnumiðill fyrir fyrirbrigði, sem engin skýring er ennþá til á. Að andar framliðinna standi á bak við þesskonar fyrirbrigði álítum vér og allir aðrir rannsóknamenn ennþá ekki vera annað en tilgátu, sem ekki er sönnuð. 2. Meðferð slíkra fyrirbrigða teljum vér að eigi aðeins að vera í höndum dómbærra vísindamanna, en ekki í hönd- um hóps af fólki, sem af tilviljun einni velst saman til rannsóknanna, eins og hér hefur átt sér stað . . . . “ MORGUNN sér ekki ástæðu til að birta ýtarlegri fregnir af þessu máli. Nægilegt er að benda á, að frúin hefur áður verið rannsökuð af mönnum, sem fyllilega sýnist vera óhætt að taka mark á, og virðist þá hafa sýnt tvímæla- lausa hæfileika til ósvikinna sálrænna fyrirbrigða af þeirri tegund, sem áður getur. Jafn greinilegt sýnist, að nú hafi hún verið staðin að svikum. Þetta er ömurleg saga, en hún er lærdómsrík og á að kenna oss, hve varlega verður að fara, hve gagnrýnin er nauðsynleg, og hversu miðlarnir verða, sannleikans vegna, að sætta sig við hverjar þær varúðarráðstafanir gegn hugsanlegum svikum, sem réttilega er af þeim krafizt. Prófessorinn, sem afhjúpaði svik frúarinnar, leyfði henni mótbárulaust að fremja svikin, án þess að hirða um sjálf- sagðar varúðarráðstafanir. Það var rétt, ef hann langaði til að sanna svikin. Alvarlegur rannsóknamaður hagar sér á allt annan hátt gagnvart miðli, sem hann er að gera vísindalegar tilraunir með. Án varúðarráðstafana ætti eng- inn miðill að fá að starfa, og enginn sannur miðill ætti að óska þess. Jón Auðuns.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.