Morgunn - 01.12.1957, Blaðsíða 6
92
MORGUNN
Aldarafmæli
inu hafði „frelsazt" á annan hátt en hún. Annar vesturr
faranna, sem í annað dagblað reit, þegar heim kom, lét sér
vaxa það í augum, að þar voru ekki eintómir fátæklingar
saman komnir, heldur virtust þarna einnig vera ríkir
menn. Þó hafa efnaðir menn líklega greitt ferðakostnað
þessa vesturfara, eins og flestra eða allra hinna, sem vest-
ur fóru.
I útvarpi og blöðum hefir þess verið minnzt hjá oss,
að á þessu ári var öld liðin síðan ein gáfaðasta og sér-
kennilegasta skáldkona íslendinga fædd-
ist, Ólöf Sigurðardóttir á Hlöðum. Hún
var eindreginn spíritisti og beitti áhrifum sínum svo sem
hún gat, til stuðnings því málefni.
1 minningargrein um Ólöfu á Hlöðum segir handgeng-
inn vinur hennar, Steindór Steindórsson menntaskóla-
kennari: „Enda þótt vissan um framhaldslífið og mögu-
leikann á sambandi við þá, sem famir voru yfir um, værú
Ólöfu persónulega mikils virði, þá leit hún á það mál frá
miklu víðari sjónarhóli en sinni eigin trúarþörf. I fyrsta
lagi fagnaði hún því, hversu mjög vissan um framhalds-
lífið dró úr sorgum og söknuði mannanna, en ekkert var
henni hugstæðara en ef unnt væri að fækka tárunum í
mannheimi. En það var einnig sannfæring hennar, að hin
íiýja þekking mundi skapa ný lífsviðhorf. Hún mundi auka
ábyrgðartilfinningu mannanna, útrýma grimmd og harð-
ýðgi, en glæða mannúð og kærleika“. Svo hafa beztu menn
spíritismans litið á. Þeir hafa ekki að-
eins spurt: lifi ég áfram? lifir vinur
minn, sem er látinn? Þeir hafa spurt:
hvert stefnir mannfélagsheildin, hvert hnígur öll þessi
mikla móða? Brýtur hún fald sinn á feigðarbjargi, þar
sem bíður hennar algleymissvefn og dauði, eða brotnar
hún við strönd einhverra undursamlegra furðuheima? 1
augum þeirra manna er spíritisminn ekki einkamál, bund-
ið einkavinum þeirra og hugðarefnum, heldur alheimsmál,
mál, sem alla menn snertir og hlýtur að hafa áhrif á HfS1-
Ekki einkamál —
Alheimsmál