Morgunn


Morgunn - 01.12.1957, Blaðsíða 52

Morgunn - 01.12.1957, Blaðsíða 52
138 MORGUNN leggur hans varð máttlaus. Hungur og vonarvöl beið hans. Inn í svefnherbergi hans kom ókennd Dóminikana-nunna, settist brosandi við rúmstokkinn, og strauk handlegg hans mjúklega. Hún hvarf eins furðulega og hún kom, en Diego fékk fullan mátt í handlegginn og hélt atvinnu sinni áfram til æviloka. Nokkuru síðar sá hann mynd af nunnu og þekkti óðara,, að þar var dularfulli gesturinn hans. Nunn- an raunverulega var látin fyrir nokkurum árum. Dr. Summers segir ennfremur frá því, að nunnan Co- lomba frá Rieti hafi þrásinnis birzt í klaustrinu eftir dauða sinn og talað við systurnar. Hún hafi komið og faðm- að að sér príórinnuna í klaustrinu, sem hafi fundið mjúk- an koss hennar á enni sér. Þessi nunna hafi einnig eftir dauða sinn birzt í Dóminikana-nunnuklaustri einu svo greinilega, að systurnar héldu hana vera eina af hinu lif- andi fólki. Þar faðmaði hún að sér og talaði við nunnuna Osanna Andreasi, sem var mikill dulsinni og merkiskona mikil, svo að hún undraðist stórlega hinn óvænta gest. Slíkar sögur, sem vitanlega eru mjög misjafnar að áreið- anleikagildi, mætti segja í þúsundatali, en hitt er yfir allan efa hafið, að þessi fyrirbrigði, sem ævinlega hafa verið að gerast, urðu óteljandi mönnum sterkustu rökin íyrir öðru lífi. Og það er ekki auðvelt að verjast þeirri ályktun, að á öllum öldum hafi vottar frá annarri veröld, borgarar himnaríkis, verið á ferðinni til þess að bera jarð- neskum mönnum vitnisburð um, að það væri byggð á bak við helj arstrauma. 1 vestrænum heimi hafa menn gefið þessum vitnisburð- um mikinn gaum, og það er vitanlega vegna þess, að boð- skapur kristindómsins, trúarbragða hins vestræna kyn- stofns, er byggður á því, að lausnari mannanna sjálfur hafi vitjað jarðarinnar, sýnilegur, heyranlegur og áþreif- anlegur, og þann veg sannað þeim, sem ekki gátu trúað, að hann lifði, þótt látinn væri. Á öldinni, sem leið, vaknaði nýr áhugi fyrir þessum fyrirbrigðum, og þá tóku vísindamenn í fyrsta sinn að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.