Morgunn - 01.12.1957, Blaðsíða 24
110
MORGUNN
um mikil og hann naut virðingar og álits, bæði fyrir lær-
dóm sinn og ýmsa mannkosti.
Um fimmtugt var hann, þegar hann komst í kynni við
spíritismann. Sú hreyfing var þá aðeins fárra ára gömul,
hafði borizt — svo sem kunnugt er — frá Vesturheimi til
Evrópu, og fljótlega virtust eftirtektarverðir miðilshæfi-
leikar vakna víða um lönd. Allan Kardec kynntist frönsk-
um dávaldi, er sagði honum furðusögur af borðhreyfing-
um og tilraunum með þær. Hann gerði hvorki að trúa, né
trúa ekki, en kvaðst bíða átekta, unz hann fengi sjálfur
að sannreyna þessa hluti. Ári síðar bar fundum hans sam-
an við annan mann, sem sagði honum frá sambandi sínu
við andana. „Hann sagði mér svo marga furðulega hluti
— segir A. K. — að hann jók fremur á efasemdir mínar
en að hann sannfærði mig“.
Nú kynntist hann fólki, sem gerði tilraunir með miðla,
menntafólki, sem hann hafði traust á. Fyrirbrigðin voru
einkum dularfullar borðhreyfingar, hinn svokallaði borð-
dans, og hann þóttist fljótlega komast að raun um harðla
athyglisverðar staðreyndir. Hann kvaðst hafa tekið málið
á vísindalegum tilraunagrundvelli, varazt að mynda sér
skoðanir fyrirfram en látið staðreyndimar sjálfar tala.
Hann segir sjálfur um þessar tilraunir sínar svo:
„Ég gerði mér ljóst frá byrjun, hve alvarlegt mál ég
hafði tekið að mér að rannsaka. Óljóst greindi ég á bak
við fyrirbrigðin skýringuna á hinni torráðnu spumingu
um fortíð og framtíð mannsins, en þá spurningu hafði ég
lengi haft mikinn hug á að leysa. Nú var gersamlega koll-
varpað öllu, sem snerti lífsskoðun mína og trú.
Einhver fyrsta ályktunin, sem ég gat dregið af athug-
unum mínum, var þessi: að þar sem andarnir voru ekki
annað en mannssálir, bjuggu þeir hvorki yfir hinum æðsta
vísdómi, né hinni æðstu þekkingu, að þekking þeirra tak-
markaðist af því þroskastigi, sem þeir stóðu á, hver um
sig, og að þess vegna höfðu skoðanir þeirra ekkert annað
gildi en sem persónulegt álit þeirra og skoðanir. Frá upp-