Morgunn


Morgunn - 01.12.1957, Blaðsíða 24

Morgunn - 01.12.1957, Blaðsíða 24
110 MORGUNN um mikil og hann naut virðingar og álits, bæði fyrir lær- dóm sinn og ýmsa mannkosti. Um fimmtugt var hann, þegar hann komst í kynni við spíritismann. Sú hreyfing var þá aðeins fárra ára gömul, hafði borizt — svo sem kunnugt er — frá Vesturheimi til Evrópu, og fljótlega virtust eftirtektarverðir miðilshæfi- leikar vakna víða um lönd. Allan Kardec kynntist frönsk- um dávaldi, er sagði honum furðusögur af borðhreyfing- um og tilraunum með þær. Hann gerði hvorki að trúa, né trúa ekki, en kvaðst bíða átekta, unz hann fengi sjálfur að sannreyna þessa hluti. Ári síðar bar fundum hans sam- an við annan mann, sem sagði honum frá sambandi sínu við andana. „Hann sagði mér svo marga furðulega hluti — segir A. K. — að hann jók fremur á efasemdir mínar en að hann sannfærði mig“. Nú kynntist hann fólki, sem gerði tilraunir með miðla, menntafólki, sem hann hafði traust á. Fyrirbrigðin voru einkum dularfullar borðhreyfingar, hinn svokallaði borð- dans, og hann þóttist fljótlega komast að raun um harðla athyglisverðar staðreyndir. Hann kvaðst hafa tekið málið á vísindalegum tilraunagrundvelli, varazt að mynda sér skoðanir fyrirfram en látið staðreyndimar sjálfar tala. Hann segir sjálfur um þessar tilraunir sínar svo: „Ég gerði mér ljóst frá byrjun, hve alvarlegt mál ég hafði tekið að mér að rannsaka. Óljóst greindi ég á bak við fyrirbrigðin skýringuna á hinni torráðnu spumingu um fortíð og framtíð mannsins, en þá spurningu hafði ég lengi haft mikinn hug á að leysa. Nú var gersamlega koll- varpað öllu, sem snerti lífsskoðun mína og trú. Einhver fyrsta ályktunin, sem ég gat dregið af athug- unum mínum, var þessi: að þar sem andarnir voru ekki annað en mannssálir, bjuggu þeir hvorki yfir hinum æðsta vísdómi, né hinni æðstu þekkingu, að þekking þeirra tak- markaðist af því þroskastigi, sem þeir stóðu á, hver um sig, og að þess vegna höfðu skoðanir þeirra ekkert annað gildi en sem persónulegt álit þeirra og skoðanir. Frá upp-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.