Morgunn


Morgunn - 01.12.1957, Blaðsíða 68

Morgunn - 01.12.1957, Blaðsíða 68
154 MORGUNN á endurlausnina í blóðfórninni til að finna sál sinni frið. Þannig var upprunaleg kenning Jesú látin þoka fyrir kennisetningunum, sem menn bjuggu sér til. Kirkjan geld- ur þess sárlega í dag og öll vestræn menning. Þetta er sorgleg staðreynd, en staðreynd er þetta. E. t. v. var óumflýjanlegt að svo færi. E. t. v. gat það ekki farið á annan veg. Guð veit það. Líkum örlögum sætti boð- skapur Búdda, ekki löngu eftir að hann var fallinn frá. Játendur hans yfirgáfu að miklu leyti hinn stranga, fjór- falda veg, en bjuggu sér til endurlausnartrú til að hugga sig við. Það þýðir ekki að sakast um, að svo fór, en vér verð- um að ganga inn í framtíðina með opnum augum. „Reynslan hefir sýnt, að það er til einskis að vera að predika þann veg, sem Jesús svaraði móður þeirra Zebe- deussonanna með því að benda á“. Hvers vegna segjum vér þetta? Vér segjum það vegna þess að vér miðum allt við jörðina eina. Vér hugsum í árum, ekki með eilífðina í huga. Vér gleymum því, að mannleg sál á óralanga vegferð fram undan í öðrum heim- um, og að þótt vér getum ekki nú í dag gengið veg Zebe- deussonanna, uppfyllt kröfuna, sem Jesús gerði til þeirra, ríður það á ósegjanlega miklu, að þessi boðskapur sé flutt- ur, að vér þekkjum hann. Og hér er það, að sálarrann- sóknanna bíður hið mikla hlutverk, að sannfæra heiminn um það, sem margir eiga erfitt með að trúa, að í byggð á bak við heljarstrauma heldur mannssálin áfram að lifa. „Sæðið grær og vex“, sagði Kristur. Vöxturinn hið innra er hljóður, og stundum sýnist frækorn:ð í manns- sálunni vera kulnað eða dáið. En á ókunnum vegum um ókunna heima, vafalaust á nýjum reynsluvegum um nýja ójarðneska reynsluheima, grær það og vex. Og einhvern- tíma í tímalausri eilífð Guðs stendur meiðurinn fullvax- inn, eins og Kristur sá hann fyrir sér, þegar hann sáði frækorninu. Allt þetta dylst oss, ef vér eigum ekki útsýnið yfir gröf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.