Morgunn


Morgunn - 01.12.1957, Blaðsíða 23

Morgunn - 01.12.1957, Blaðsíða 23
MORGUNN 109 þar var faðir hans dómari. Nafnið Allan Kardec tók hann upp, er hann fór að skrifa bækur sínar um spíritisma. Hann trúði því sjálfur, að nöfnin Allan og Kardec hefði hann borið í fyrri jarðvistum og taldi sig hafa fengið þá vitneskju gegnum áreiðanlegan miðil, en hann var ein- dreginn endurholdgunarsinni. Fyrstu bernskuárin lifði hann í föðurhúsum og fékk hið bezta uppeldi, en þegar foreldrum hans þótti tími til kominn að hann færi að heiman, sendu þeir hann til frægasta uppeldisfrömuðar þeirra tíma, hins fræga Pesta- lozzis í Sviss. Honum sóttist námið afburða vel, og hafði Pestalozzi svo miklar mætur á honum, að hann fól honum að kenna við hinn víðfræga skóla sinn, meðan hann var á ferðum sínum að stofna systurskóla frá skólanum sínum í Yverdun. Allan Kardec — því nafni mun ég halda hér, því að svo er hann frægastur — lagði stund á náttúruvísindi með ágætasta árangri og varð síðar doktor í læknisfræði með stórmiklu lofi. Auk þess var hann afburða málamað- ur og talaði til fullnustu, að því er sagt var,. þýzku, ensku, ítölsku, spönsku og sæmilega hollenzku, auk móðurmáls- ins, frönskunnar. Þegar námsárunum hjá Pestalozzi lauk, fór Allan Kar- dec til Parísar og stofnaði þar skóla, sem starfaði eftir meginreglum hins fræga uppeldisfrömuðar. Móðurbróðir hans hafði lagt fram allmikla peninga til að stofna skól- ann, en varð sakir óreiðu gjaldþrota, svo að loka varð skólanum og Allan Kardec og kona hans misstu þar eignir sínar og stóðu allslaus eftir. Þá tók hann fyrir að skrifa námsbækur um ýms efni, sem hlutu eindregin meðmæli frönsku kennslumálastjórn- arinnar. Þær seldust afar mikið, og eftir það var fjárhag- ur hans góður til æviloka. Hann tók að kenna heima hjá sér efnafræði, eðlisfræði, stjörnufræði og samanburðar- líffærafræði og hlaut næst fasta kennarastöðu. Starfsorka hans var nær því ótrúleg, þekking hans á ýmsum grein- L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.