Morgunn


Morgunn - 01.12.1957, Blaðsíða 12

Morgunn - 01.12.1957, Blaðsíða 12
98 MORGUNN með sér verkum uppi yfir jörðinni og himininn deplar augum til næturinnar. Ræða þessi er að vísu torveld skilningi, sem er bráðlát- ur og heimtar skemmtileg efni. En við endurlestur nýtur hún sín betur en við frumlestur. Þessi ræða verður ekki skýrð né brotin til mergjar á skrifborði mínu, nema eitt atriði hennar. En það atriði er að mínu viti hjarta ræS- unnar, eða þungamiðja hennar. Sókrates hrekur guðleysisákæruna með þeim rökum, að hann hafi heyrt rödd í hugskoti sínu, sem hann kallar „rödd guðsins“. Hún bauð honum að tala og breyta eins og hann kenndi og breytti. Og röddin bauð honum að láta ótalað og ógert, það sem hann lét liggja í þagnargildi og óframið. Hann kvaðst fylgja leiðsögn þessarar raddar við ræðuflutninginn. Þessi fullvissa gaf honum styrk til þess að bjóða andstæðingunum byrginn, vefja þeim um fingur sér, draga burst úr nefi þeirra og stinga upp í þá gin- kefli. Trúnaðartraust Sókratesar á „rödd, guösins“ virðist hafa verið jafn óbilandi sem trúartraust Jesú á föðurnum, forsjón hans og handleiöslu. Ekki var þó Sókrates sann- færður um annað líf og ekki iðkaði hann bænir né föstur. Hann skírskotar, andspænis dómendunum, til breytni sinn- ar og orða á almannafæri, þvílíkt sem Jesús gerði and- spænis Pílatusi. En mikill skaði er það, að meistarinn he- breski lét undir höfuð leggjast að verja sig á svipaðan hátt, sem gríski spekingurinn varði sig. Þá hefði mann- kynið átt tvær ræður, sem borið hefðu af öllum öðrum ræðum. Og þá mundi mannskepnan vita meira um meistar- ann frá Nasaret en hún veit. En þá hefði Platós jafn- ingi þurft að vera í lærisveinahópnum og varðveita ræð- una fyrir gleymsku og glötun. — Sókrates er ekki aleinn til frásagnar um rödd guðs í hugskotinu. Spámenn Gyðinga komast svipað að orði, eða þeir menn, sem rituðu spádóma. Jahve talaði til þeirra, bauð þeim og skipaði þeim fyrir verkum. Múhamed, spa- maður Araba, þóttist fá vitranir frá Allah, — eins og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.