Morgunn


Morgunn - 01.12.1957, Blaðsíða 13

Morgunn - 01.12.1957, Blaðsíða 13
MORGUNN 99 sönnum Guði. Ég tala nú ekki um höfund Mormóna-ó- reglunnar og hans nóta. Sókrates, sem verið hefir spekingur spekinganna, virðist hafa trúað því, að guðlegur máttur hafi valið hann til að brýna fyrir Aþeningum góða siðu og vandaða breytni. Hann hugði og fullyrti, að réttlátt líferni mundi duga manninum til velfarnaðar „fyrir handan aldirnar", ef sú tilvera væri fyrirhuguð. Að öðrum kosti tæki algleymi við manninum. Og hvorn kostinn, sem væri um að tefla, taldi hann góðan. Hann hopaði ekki á hæl frá þessari skoðun, hvorki and- spænis dómurunum, sem höfðu ráð hans í hendi sér, né gagnvart eiturbikar þeim, sem honum var byrlaður og borinn til lífláts. Hann vísaði á bug öllum uppástungum um flótta úr fangelsinu. Hann benti á aldur sinn: sjötug- ur maður er búinn að lifa sitt fegursta. Og hann kvaðst hlakka til umskiptanna, hvort sem svefn eða sæla tæki við sér, að nábjörgunum loknum. Þessi rólega fullvissa getur verið guðspjalls ígildi hverj- um manni. Flestir hugsa og lifa eins og þeir ættu aldrei að bíða bana; renna hugarins augum út í eilífðar bláinn aðeins við jarðarfarir ástvina sinna, eða staddir við sótt- arsæng, eru hræddir við aldurtilann á banadægri sínu, ef þeir hafa ráð og rænu, en láta annars reka á reiðanum undan þeim svörtu loftum, sem eru framan við ættemis- stapann, og út á dökku miðin. Svo er sunginn sálmur Valdimars um höll, sem stendur á súlum, sólu fegri, hand- an við dauðans djúp. Þeir, sem framkvæma sorgarathöfn- ina, taka svo gleði sína á ný, eins og ekkert hefði í skorizt. Ekki bera allir spekingar fyrir sig „rödd guðsins", sem þó hafa verið velgerðamenn þjóða og einstaklinga. Kon- fúsíus hélt sér við jafnsléttu sinnar miklu moldar og bjó í pottinn fyrir stundlega velferð fremur en eilífa. Búddha sat undir skógartré og lagði höfuð sitt í líma og bleyti og knúði fram í heila sínum kenninguna um „nirvana", eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.