Morgunn


Morgunn - 01.12.1957, Blaðsíða 29

Morgunn - 01.12.1957, Blaðsíða 29
MORGUNN 115 miðaldalega brölti rómversku kirkjunnar. 9. okt. 1861, kl. 10,30 árdegis, lét biskupinn brenna þessar 300 bækur á opnu torgi í Barcelóna, þar sem vant var að taka af lífi menn, er dæmdir höfðu verið til dauða. Meðal viðstaddra voru: prestur í fullum skrúða, sem bar krossinn í annarri hendi og blys í hinni, háttsettur tollembættismaður, þrír piltar úr starfsliði tollstofunnar, sem áttu að annast um að viðhalda eldinum. Geysilegur mannfjöldi fyllti hið stóra torg, og þegar athöfninni var lokið og presturinn og aðstoðarmenn hans héldu burt, hrópaði mannf jöldinn, eins og einum rómi: „niður með trúvillingadómstól kirkjunn- ar!“ og mörg önnur bitur reiðiorð. Allan Kardec helgaði spíritismanum, eins og hann skildi hann og túlkaði, geysilegt starf. Þegar í byrjun starfsár- anna hafði ósýnilegt afl tjáð honum, að hann mundi ekki verða langlífur, og hið sama var endurtekið við hann oft- ar. Líklega hefir hann lagt trúnað á þetta, og m. a. þess vegna vildi hann ekki unna sér hvíldar, en starfa sem bezt þær stundir, sem Guð vildi gefa honum til starfsins. Starfsdagurinn hófst venjulega kl. 4,30 að morgni. 31. marz 1869 gafst hjartað upp og hann fékk snögg ævilok, 64 ára gamall. Og áhrif hans hafa síðar orðið mikil, mikil í Frakk- landi, nokkur á Spáni og í mörgum öðrum löndum, en líklega hvergi meiri en í hinni rómversk-kaþólsku Brasi- líu. Sá trúræni spíritismi, sem A. K. boðaði, hefir átt greiða leið að hinum rómönsku íbúum Brasilíu, og endur- holdgunartrúin, sem A. K. setti í brennipunkt spíritism- ans, raunar í margra hinna ágætustu spíritista óþöklc, hefir náð hugum margra manna þar og þó miklu víðar. Áhrif spíritismans eru sennilega hvergi meiri en í Brasi- líu, fjöldamörg sterk félög eru þar starfandi, blöð gefin út, útvarpsstarfsemi mikil til að breiða málið út. Þar starfaði undramiðillinn Mirabelli og aðrir merkir miðlar hafa komið þar fram. I júníhefti þýzka tímaritsins Okkulte Stimme, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.