Morgunn - 01.12.1957, Blaðsíða 44
Leiftur hins ókomna
★
Þessar þrjár merkilegu sögur sagði mér frú Theodóra
heitin Thoroddsen 20. sept. 1944. Ég skráði sögurnar, er
ég kom heim til mín sama dag, og bar þær undir hana
síðar. Þá yfirsjón varð ég að játa, að ég lét hana ekki
staðfesta handrit mitt, en býst við að öðrum hafi hún
sagt sömu sögur og geti þeir vottað, að eins sé skráð og
hún sagði frá. Atburðirnir voru löngu liðnir, er frú Thor-
oddsen sagði mér, en eins og alkunna er var minni þeirr-
ar gáfukonu trútt.
Jón Auðuns.
Fyrir daglátum
Að sumarlagi hafði Skúli Thoroddsen fengið sér föt hjá
Andersen klæðskera í Reykjavík. Þetta var þingsumar og
daginn sem þingi var slitið, fór Skúli vestur til ísafjarð-
ar, samferða séra Sigurði í Vigur og öðrum Vestfirðing-
um. Segir ekki frekar af ferðum þeirra, fyrr en Skúli er
kominn heim til Bessastaða aftur.
Dreymir þá frú Thoroddsen, að hún þykist vera með
manni sínum inni í Reykjavík, og mæta þau þar á götu
Andersen klæðskera. Gefur hann sig á tal við þau og spyr
Skúla, hvernig honum hafi líkað fötin. Lætur Skúli vel
yfir því. Segir þá Andersen, sem aldrei lærði að tala
sæmilega íslensku, á hreinu máli, fremur stuttlega: „Yður
láðist samt að borga þau“.
Draumurinn varð ekki lengri, en um morguninn spyr
frú Thoroddsen mann sinn, hvort hann hafi ekki borgað
Andersen fötin. Kveður hann nei við því og segir, sem
var, að hann hafi farið vestur á Isafjörð sama daginn og