Morgunn - 01.12.1957, Blaðsíða 47
Rök fyrir túnni á annað líf
Framsöguerindi á fundi í Bræöralagi, kristilegu
félagi stúdenta
★
Kærir bræður, þegar þess var farið á leit við mig fyrir
fáum dögum að hafa framsögu um fundarefni: Rölc fyrir
trúnni á annaö líf, — vildi ég ekki undan skorast, þótt
ég vissi hinsvegar, að engan tíma hefði ég fyrr en á síð-
ustu stundu til þess að hugsa, hvað ég ætti að segja, en
málið hinsvegar svo yfirgripsmikið, að miklu lengri tíma
þyrfti til undirbúnings, ef vel ætti að vera. Það verða
þess vegna miklu fremur sundurlausar hugsanir en skipu-
legt framsöguerindi, sem ég flyt, og verða væntanlega um-
ræður til þess að bæta úr, eftir að ég þagna.
Allir þeir vitnisburðir, sem varðveitzt hafa frá frum-
kristninni sýna, að frá fyrstu árum var kristnum mönn-
um ljóst, að páskaboðskapur kristninnar, upprisa lausn-
arans, er grundvöllur kristindómsins, að hann er bjargið,
sem byggingin er öll reist á. Páll postuli segir, að án upp-
risu Krists sé ónýt predikun sín og ónýt líka trú safnað-
anna, og þar mælir hann fyrir allra kristinna manna
munn. Saga hins unga safnaðar frá langa frjádegi og
fyrstu dagana á eftir honum sýnir þetta svo greinilega,
að öllum má vera ljóst. Hugfallnir menn horfðu álengdar
á hinn ægilega atburð á Golgata, þeir, sem þorðu að vera
þar nokkursstaðar nálægt. Vonleysi þeirra var svo algert,
að þeir fóru huldu höfði, því að hér lá allt í rústum, sem
þeir höfðu sett von sína á, skömmin brenndi þá og von-
brigðin læstu sig eins og tærandi eldur um sálina. Læri-
sveinarnir tveir, sem notuðu kvöldrökkrið til að iæðast úr