Morgunn


Morgunn - 01.12.1957, Side 52

Morgunn - 01.12.1957, Side 52
138 MORGUNN leggur hans varð máttlaus. Hungur og vonarvöl beið hans. Inn í svefnherbergi hans kom ókennd Dóminikana-nunna, settist brosandi við rúmstokkinn, og strauk handlegg hans mjúklega. Hún hvarf eins furðulega og hún kom, en Diego fékk fullan mátt í handlegginn og hélt atvinnu sinni áfram til æviloka. Nokkuru síðar sá hann mynd af nunnu og þekkti óðara,, að þar var dularfulli gesturinn hans. Nunn- an raunverulega var látin fyrir nokkurum árum. Dr. Summers segir ennfremur frá því, að nunnan Co- lomba frá Rieti hafi þrásinnis birzt í klaustrinu eftir dauða sinn og talað við systurnar. Hún hafi komið og faðm- að að sér príórinnuna í klaustrinu, sem hafi fundið mjúk- an koss hennar á enni sér. Þessi nunna hafi einnig eftir dauða sinn birzt í Dóminikana-nunnuklaustri einu svo greinilega, að systurnar héldu hana vera eina af hinu lif- andi fólki. Þar faðmaði hún að sér og talaði við nunnuna Osanna Andreasi, sem var mikill dulsinni og merkiskona mikil, svo að hún undraðist stórlega hinn óvænta gest. Slíkar sögur, sem vitanlega eru mjög misjafnar að áreið- anleikagildi, mætti segja í þúsundatali, en hitt er yfir allan efa hafið, að þessi fyrirbrigði, sem ævinlega hafa verið að gerast, urðu óteljandi mönnum sterkustu rökin íyrir öðru lífi. Og það er ekki auðvelt að verjast þeirri ályktun, að á öllum öldum hafi vottar frá annarri veröld, borgarar himnaríkis, verið á ferðinni til þess að bera jarð- neskum mönnum vitnisburð um, að það væri byggð á bak við helj arstrauma. 1 vestrænum heimi hafa menn gefið þessum vitnisburð- um mikinn gaum, og það er vitanlega vegna þess, að boð- skapur kristindómsins, trúarbragða hins vestræna kyn- stofns, er byggður á því, að lausnari mannanna sjálfur hafi vitjað jarðarinnar, sýnilegur, heyranlegur og áþreif- anlegur, og þann veg sannað þeim, sem ekki gátu trúað, að hann lifði, þótt látinn væri. Á öldinni, sem leið, vaknaði nýr áhugi fyrir þessum fyrirbrigðum, og þá tóku vísindamenn í fyrsta sinn að

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.