Fréttablaðið - 06.11.2010, Page 2

Fréttablaðið - 06.11.2010, Page 2
2 6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR BRETLAND, AP Breski þingmaður- inn Phil Woolas missir þing- sæti sitt og má ekki sitja á þingi næstu þrjú árin, samkvæmt úrskurði dóm- stóls sem hefur dæmt kosningarn- ar í kjördæmi hans ólögleg- ar. Woolas, sem er þingmaður Verkamannaflokksins og var innanríkisráðherra í stjórn Gor- dons Brown, þykir uppvís að því að hafa beitt blekkingum í kosn- ingunum í maí síðastliðnum og þannig náð sigri. Woolas sagði kjósendum að Elwyn Watkins, frambjóðandi Frjálslynda flokksins í ein- menningskjördæminu, hefði tekið við fé frá herskáum múslimum. - gb LANDBÚNAÐUR Átta myndarlegir geithafrar eru nú á Hvanneyri, þar sem verið er að taka úr þeim sæði og frysta. „Tilgangurinn með því að safna sæði og frysta er að reyna að sporna við þeirri miklu skyld- leikaræktun sem orðið hefur innan varnarhólfa og gefa geit- fjáreigendum tækifæri á að fá erfðaefni úr öðrum landshlut- um,“ segir Birna Kr. Baldursdótt- ir erfðafræðingur. Birna lauk nýlega meistaraprófi í erfðafræði frá Landbúnaðarhá- skólanum á Hvanneyri. Niður- stöður rannsóknar á íslenska geitastofninum sem gerð var við skólann í tengslum við meist- araprófið og byggð var á ætt- argögnum og DNA-greiningum sýndi svo ekki verður um villst að stofninn er mjög skyldleika- ræktaður og erfðafjölbreytileiki með því allra lægsta sem finnst. Samkvæmt niðurstöðum þessar- ar rannsóknar er staða hans afar viðkvæm og íslenski geitastofn- inn í útrýmingarhættu. Þau Birna og leiðbeinandi hennar, Jón Hallsteinn Hallsson, lektor í erfðafræði við landbún- aðarháskólann, fengu styrk frá Erfðanefnd landbúnaðarins til að hefja söfnun hafrasæðis. Auk þess hefur Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir hjá Matvælastofnun, komið að verkefninu. Sæðingar hafa ekki verið stundaðar í geitfé nema í mjög litlum mæli og er þetta í fyrsta skipti sem sæði er fryst. Geitfjár- stofninn taldist lengi vel ekki til hefðbundinna framleiðslukynja, heldur voru geiturnar einkum haldnar sem gæludýr. Undanfar- in ár hefur þetta breyst. Geita- kjöt selst vel og framleiddir eru ostar úr geitamjólk, auk þess sem ull og skinn eru nýtt. jss@frettabladid.is Vænir geithafrar saman í sæðistöku Myndarlegum geithöfrum víðs vegar af landinu hefur verið safnað saman á Hvanneyri þar sem tekið er sæði úr þeim. Geitastofninn er í útrýmingarhættu. GEITASTOFNINUM VIÐHALDIÐ Hér leggur geithafurinn Skuggi sitt af mörkum til viðhalds geitastofninum. Á myndinni eru Birna Baldursdóttir erfðafræðingur og Þorvaldur Jónsson hjá Búnaðarsamsamtökum Vesturlands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VÍSINDI Deep Impact geimfarið flaug framhjá hala- stjörnunni Hartley 2 í aðeins 700 kílómetra fjarlægð í gær. Halastjarnan er ólík öllum halastjörnum sem skoðaðar hafa verið úr návígi til þessa. Deep Impact geimfarið var næst halastjörnunni klukkan 13.50 í gær. Fyrstu nærmyndirnar bárust svo til jarðar skömmu eftir klukkan þrjú. Geimfar- ið og halastjarnan voru þá í um 23 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Halastjarnan, sem er rétt um 1,5 til tveir kíló- metrar á lengd, minnir einna helst á hnetu eða hundabein. Hún virðist slétt og samfelld fyrir miðju en stráð hnullungum á hvorum endanum. Rannsóknir á halastjörnum þykja mjög mikilvæg- ur liður í að læra um uppruna sólkerfisins. Í hala- stjörnum er elsta efni sem finnst í sólkerfinu enda eru þær leifar frá myndun sólkerfisins fyrir um 4.600 milljón árum. Halastjörnur eru enn fremur taldar leika lykil- hlutverk í uppruna vatns á jörðinni. Þær eru nefni- lega að mestu leyti úr ís og þegar jörðin var í mótun rigndi halastjörnum yfir jörðina, segir á stjornuskodun.is. - shá Geimfarið Deep Impact flaug framhjá halastjörnunni Hartley 2 í gær: Hnetulaga halastjarna skoðuð HARTLEY 2 Í NÆRMYND Deep Impact tók þessa mynd um það leyti þegar geimfarið var hvað næst halastjörnunni á fimmtu- daginn klukkan 13.59. MYND/NASA/JPL/UMD RÚSSLAND Hópur heimsþekktra mennta- og listamanna í Rússlandi hefur þrýst á að dómsyfirvöld sýkni auðmennina fyrrverandi Mikhaíl Khodorkovskí og viðskiptafélaga hans, Platón Lebedev. Þeir voru helstu stjórnendur og aðaleigendur rússneska olíurisans Yukos. Khodorkovskí var fyrir sex árum talinn ríkasti maður Rúss- lands og einn af tuttugu auðugustu mönnum heims. Þeir voru hand- teknir árið 2003, sakaðir um skatt- svik og skjalafals og dæmdir í níu ára fangelsi tveimur árum síðar. Ný mál voru höfðuð gegn þeim í fyrra og fjórtán ára fangelsis krafist ofan á fyrri dóm. Yukos-veldið hefur verið brotið upp og auður beggja talinn að mestu uppurinn. Netútgáfa Radio Free Europe hefur upp úr rússneskum fjölmiðl- um að ákærur á hendur þeim Khod- orkovskí og Lebedev séu sprottnar undan rifjum stjórnvalda. Þeir hafi stutt pólitíska andstæðinga Vladi- mírs Pútín, forsætisráðherra Rúss- lands, og vilji hann halda þeim frá sér. Khodorkovskí situr níu ára dóminn af sér í fangelsi í Síberíu. Mál tvímenninganna var tekið fyrir í Moskvu í nýliðnum mánuði og er gert ráð fyrir að dómsniður- staða liggi fyrir um miðjan næsta mánuð. - jab TVEIR Í DÓMSALNUM Mikhaíl Khodor- kovskí og Platón Lebedev, fyrrverandi aðaleigendur Yukos. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Tveir fyrrverandi ólígarkar í Rússlandi gætu átt yfir höfði sér fjórtán ára fangelsi: Pólitík enn talin ráða miklu Þórunn, er mikil sala í Norður- ljósunum? „Það er ofboðslega góð þátttaka enda er dagskráin frábær og auk þess að mestu leyti ókeypis.“ Menningarhátíðin Norðurljósin fer fram í Stykkishólmi um helgina. Þórunn Sigþórsdóttir er starfsmaður undirbún- ingsnefndar hátíðarinnar. ALÞINGI Drög að frumvarpi til laga um landslénið .is og önnur höfuðlén sem sérstaka skír- skotun hafa til Íslands er nú til umsagnar hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Lagt er til að íslenska ríkið hafi ákvörðunarrétt yfir lands- léninu .is og öðrum höfuðlénum sem sérstaka skírskotun hafa til Íslands. Jafnframt er kveð- ið á um að stjórnvöld fari með yfirstjórn höfuðléna með sér- staka skírskotun til Íslands og að starfsemi skráningar- stofu sem annast muni skrán- ingar léna undir .is verði háð starfsleyfi og eftirliti Póst- og fjarskiptastofnunar. Á vef ráðuneytisins segir að með þessu eigi meðal annars að tryggja að .is sé gæðamerki og þar með vernda ímynd Íslands. Frumvarpsdrög um landslén: Á að vernda ímynd Íslands NORÐURLÖND Í tengslum við þing Norðurlandaráðs í vikunni voru haldnir kynningarfundir á nor- rænum styrkjamöguleikum sem fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum standa til boða. Um 300 manns mættu á þessa fundi, sem segir töluvert til um áhuga Íslendinga fyrir þeim möguleikum sem þeim standa til boða. Eftirspurn eftir styrkjum og áhugi á norrænu samstarfi hefur aukist undanfarin ár og fyrir- tæki og einstaklingar eru sífellt að verða meðvitaðri og áhuga- samari um mögulegar leiðir við framkvæmd hugmynda á öllum sviðum. Norrænt samstarf kynnt: Íslendingar áhugasamir PHIL WOOLAS Kosning dæmd ógild: Sigurvegarinn fór með lygar Tvær hreyfilbilanir í röð Tvær farþegaþotur ástralska flug- félagsins Qantas hafa orðið fyrir hreyfilbilunum í vikunni, báðar í Singapúr, sú fyrri á fimmtudag var af stærri gerðinni í en sú síðari í gær taldist minniháttar. Hreyflarnir eru frá Rolls Royce. ÁSTRALÍA Stafsetningu breytt Spænskumælandi fólk þarf að venja sig við nýjar stafsetningarreglur, sem Konunglega spænska málakademí- an hyggst kynna spænskumælandi þjóðum í Mexíkó í lok mánaðarins. Nýju reglurnar eru afrakstur víðtækrar samvinnu málfræðinga í 21 landi. SPÁNN Rússar handteknir Þrettán manns hafa verið handteknir í Georgíu, sakaðir um njósnir fyrir rússneska herinn. Meðal þeirra eru fjórir rússneskir ríkisborgarar og sex herflugmenn. GEORGÍA UMHVERFISMÁL Bæjarstjórn Ölf- uss hafnar umsókn Sunnlenskrar orku ehf. um leyfi til rannsókna á jarðhita og grunn- og yfirborðs- vatni í Grænsdal í Ölfusi umfram það sem staðfest er í aðalskipu- lagi sveitarfélagsins. Bæjarráð Hveragerðis segist fagna þessari „eindregnu afstöðu Ölfusinga og áformum þeirra um hverfisvernd í Grænsdal, Reykjadal og á svæðinu þar í kring“. Bæjarráðið segir að virkjanir á þessu svæði muni hafa óafturkræf áhrif á umhverfi og lífsgæði þeirra sem næst búi. - gar Hvergerðingar ánægðir: Fagna synjun á rannsóknarleyfi SPURNING DAGSINS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.