Fréttablaðið - 06.11.2010, Qupperneq 2
2 6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR
BRETLAND, AP Breski þingmaður-
inn Phil Woolas missir þing-
sæti sitt og má ekki sitja á
þingi næstu
þrjú árin,
samkvæmt
úrskurði dóm-
stóls sem
hefur dæmt
kosningarn-
ar í kjördæmi
hans ólögleg-
ar.
Woolas, sem
er þingmaður
Verkamannaflokksins og var
innanríkisráðherra í stjórn Gor-
dons Brown, þykir uppvís að því
að hafa beitt blekkingum í kosn-
ingunum í maí síðastliðnum og
þannig náð sigri.
Woolas sagði kjósendum að
Elwyn Watkins, frambjóðandi
Frjálslynda flokksins í ein-
menningskjördæminu, hefði
tekið við fé frá herskáum
múslimum. - gb
LANDBÚNAÐUR Átta myndarlegir
geithafrar eru nú á Hvanneyri,
þar sem verið er að taka úr þeim
sæði og frysta.
„Tilgangurinn með því að
safna sæði og frysta er að reyna
að sporna við þeirri miklu skyld-
leikaræktun sem orðið hefur
innan varnarhólfa og gefa geit-
fjáreigendum tækifæri á að fá
erfðaefni úr öðrum landshlut-
um,“ segir Birna Kr. Baldursdótt-
ir erfðafræðingur.
Birna lauk nýlega meistaraprófi
í erfðafræði frá Landbúnaðarhá-
skólanum á Hvanneyri. Niður-
stöður rannsóknar á íslenska
geitastofninum sem gerð var við
skólann í tengslum við meist-
araprófið og byggð var á ætt-
argögnum og DNA-greiningum
sýndi svo ekki verður um villst
að stofninn er mjög skyldleika-
ræktaður og erfðafjölbreytileiki
með því allra lægsta sem finnst.
Samkvæmt niðurstöðum þessar-
ar rannsóknar er staða hans afar
viðkvæm og íslenski geitastofn-
inn í útrýmingarhættu.
Þau Birna og leiðbeinandi
hennar, Jón Hallsteinn Hallsson,
lektor í erfðafræði við landbún-
aðarháskólann, fengu styrk frá
Erfðanefnd landbúnaðarins til
að hefja söfnun hafrasæðis. Auk
þess hefur Þorsteinn Ólafsson,
dýralæknir hjá Matvælastofnun,
komið að verkefninu.
Sæðingar hafa ekki verið
stundaðar í geitfé nema í mjög
litlum mæli og er þetta í fyrsta
skipti sem sæði er fryst. Geitfjár-
stofninn taldist lengi vel ekki til
hefðbundinna framleiðslukynja,
heldur voru geiturnar einkum
haldnar sem gæludýr. Undanfar-
in ár hefur þetta breyst. Geita-
kjöt selst vel og framleiddir eru
ostar úr geitamjólk, auk þess sem
ull og skinn eru nýtt.
jss@frettabladid.is
Vænir geithafrar
saman í sæðistöku
Myndarlegum geithöfrum víðs vegar af landinu hefur verið safnað saman á
Hvanneyri þar sem tekið er sæði úr þeim. Geitastofninn er í útrýmingarhættu.
GEITASTOFNINUM VIÐHALDIÐ Hér leggur geithafurinn Skuggi sitt af mörkum til viðhalds geitastofninum. Á myndinni eru Birna
Baldursdóttir erfðafræðingur og Þorvaldur Jónsson hjá Búnaðarsamsamtökum Vesturlands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VÍSINDI Deep Impact geimfarið flaug framhjá hala-
stjörnunni Hartley 2 í aðeins 700 kílómetra fjarlægð
í gær. Halastjarnan er ólík öllum halastjörnum sem
skoðaðar hafa verið úr návígi til þessa.
Deep Impact geimfarið var næst halastjörnunni
klukkan 13.50 í gær. Fyrstu nærmyndirnar bárust
svo til jarðar skömmu eftir klukkan þrjú. Geimfar-
ið og halastjarnan voru þá í um 23 milljón kílómetra
fjarlægð frá jörðinni.
Halastjarnan, sem er rétt um 1,5 til tveir kíló-
metrar á lengd, minnir einna helst á hnetu eða
hundabein. Hún virðist slétt og samfelld fyrir miðju
en stráð hnullungum á hvorum endanum.
Rannsóknir á halastjörnum þykja mjög mikilvæg-
ur liður í að læra um uppruna sólkerfisins. Í hala-
stjörnum er elsta efni sem finnst í sólkerfinu enda
eru þær leifar frá myndun sólkerfisins fyrir um
4.600 milljón árum.
Halastjörnur eru enn fremur taldar leika lykil-
hlutverk í uppruna vatns á jörðinni. Þær eru nefni-
lega að mestu leyti úr ís og þegar jörðin var í
mótun rigndi halastjörnum yfir jörðina, segir á
stjornuskodun.is. - shá
Geimfarið Deep Impact flaug framhjá halastjörnunni Hartley 2 í gær:
Hnetulaga halastjarna skoðuð
HARTLEY 2 Í NÆRMYND Deep Impact tók þessa mynd um það
leyti þegar geimfarið var hvað næst halastjörnunni á fimmtu-
daginn klukkan 13.59. MYND/NASA/JPL/UMD
RÚSSLAND Hópur heimsþekktra
mennta- og listamanna í Rússlandi
hefur þrýst á að dómsyfirvöld sýkni
auðmennina fyrrverandi Mikhaíl
Khodorkovskí og viðskiptafélaga
hans, Platón Lebedev.
Þeir voru helstu stjórnendur og
aðaleigendur rússneska olíurisans
Yukos. Khodorkovskí var fyrir sex
árum talinn ríkasti maður Rúss-
lands og einn af tuttugu auðugustu
mönnum heims. Þeir voru hand-
teknir árið 2003, sakaðir um skatt-
svik og skjalafals og dæmdir í níu
ára fangelsi tveimur árum síðar. Ný
mál voru höfðuð gegn þeim í fyrra
og fjórtán ára fangelsis krafist ofan
á fyrri dóm. Yukos-veldið hefur
verið brotið upp og auður beggja
talinn að mestu uppurinn.
Netútgáfa Radio Free Europe
hefur upp úr rússneskum fjölmiðl-
um að ákærur á hendur þeim Khod-
orkovskí og Lebedev séu sprottnar
undan rifjum stjórnvalda. Þeir hafi
stutt pólitíska andstæðinga Vladi-
mírs Pútín, forsætisráðherra Rúss-
lands, og vilji hann halda þeim frá
sér. Khodorkovskí situr níu ára
dóminn af sér í fangelsi í Síberíu.
Mál tvímenninganna var tekið
fyrir í Moskvu í nýliðnum mánuði
og er gert ráð fyrir að dómsniður-
staða liggi fyrir um miðjan næsta
mánuð. - jab
TVEIR Í DÓMSALNUM Mikhaíl Khodor-
kovskí og Platón Lebedev, fyrrverandi
aðaleigendur Yukos. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Tveir fyrrverandi ólígarkar í Rússlandi gætu átt yfir höfði sér fjórtán ára fangelsi:
Pólitík enn talin ráða miklu
Þórunn, er mikil sala í Norður-
ljósunum?
„Það er ofboðslega góð þátttaka
enda er dagskráin frábær og auk
þess að mestu leyti ókeypis.“
Menningarhátíðin Norðurljósin fer fram
í Stykkishólmi um helgina. Þórunn
Sigþórsdóttir er starfsmaður undirbún-
ingsnefndar hátíðarinnar.
ALÞINGI Drög að frumvarpi til
laga um landslénið .is og önnur
höfuðlén sem sérstaka skír-
skotun hafa til Íslands er nú til
umsagnar hjá samgöngu- og
sveitarstjórnarráðuneytinu.
Lagt er til að íslenska ríkið
hafi ákvörðunarrétt yfir lands-
léninu .is og öðrum höfuðlénum
sem sérstaka skírskotun hafa
til Íslands. Jafnframt er kveð-
ið á um að stjórnvöld fari með
yfirstjórn höfuðléna með sér-
staka skírskotun til Íslands
og að starfsemi skráningar-
stofu sem annast muni skrán-
ingar léna undir .is verði háð
starfsleyfi og eftirliti Póst- og
fjarskiptastofnunar.
Á vef ráðuneytisins segir að
með þessu eigi meðal annars að
tryggja að .is sé gæðamerki og
þar með vernda ímynd Íslands.
Frumvarpsdrög um landslén:
Á að vernda
ímynd Íslands
NORÐURLÖND Í tengslum við þing
Norðurlandaráðs í vikunni voru
haldnir kynningarfundir á nor-
rænum styrkjamöguleikum sem
fyrirtækjum, félagasamtökum
og einstaklingum standa til
boða.
Um 300 manns mættu á þessa
fundi, sem segir töluvert til um
áhuga Íslendinga fyrir þeim
möguleikum sem þeim standa til
boða.
Eftirspurn eftir styrkjum og
áhugi á norrænu samstarfi hefur
aukist undanfarin ár og fyrir-
tæki og einstaklingar eru sífellt
að verða meðvitaðri og áhuga-
samari um mögulegar leiðir við
framkvæmd hugmynda á öllum
sviðum.
Norrænt samstarf kynnt:
Íslendingar
áhugasamir
PHIL WOOLAS
Kosning dæmd ógild:
Sigurvegarinn
fór með lygar
Tvær hreyfilbilanir í röð
Tvær farþegaþotur ástralska flug-
félagsins Qantas hafa orðið fyrir
hreyfilbilunum í vikunni, báðar í
Singapúr, sú fyrri á fimmtudag var
af stærri gerðinni í en sú síðari í gær
taldist minniháttar. Hreyflarnir eru frá
Rolls Royce.
ÁSTRALÍA
Stafsetningu breytt
Spænskumælandi fólk þarf að venja
sig við nýjar stafsetningarreglur, sem
Konunglega spænska málakademí-
an hyggst kynna spænskumælandi
þjóðum í Mexíkó í lok mánaðarins.
Nýju reglurnar eru afrakstur víðtækrar
samvinnu málfræðinga í 21 landi.
SPÁNN
Rússar handteknir
Þrettán manns hafa verið handteknir
í Georgíu, sakaðir um njósnir fyrir
rússneska herinn. Meðal þeirra eru
fjórir rússneskir ríkisborgarar og sex
herflugmenn.
GEORGÍA
UMHVERFISMÁL Bæjarstjórn Ölf-
uss hafnar umsókn Sunnlenskrar
orku ehf. um leyfi til rannsókna á
jarðhita og grunn- og yfirborðs-
vatni í Grænsdal í Ölfusi umfram
það sem staðfest er í aðalskipu-
lagi sveitarfélagsins. Bæjarráð
Hveragerðis segist fagna þessari
„eindregnu afstöðu Ölfusinga og
áformum þeirra um hverfisvernd í
Grænsdal, Reykjadal og á svæðinu
þar í kring“. Bæjarráðið segir að
virkjanir á þessu svæði muni hafa
óafturkræf áhrif á umhverfi og
lífsgæði þeirra sem næst búi. - gar
Hvergerðingar ánægðir:
Fagna synjun á
rannsóknarleyfi
SPURNING DAGSINS