Fréttablaðið - 06.11.2010, Page 8

Fréttablaðið - 06.11.2010, Page 8
 6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Hafðu samband Fræðsla fyrir þig Reykjavík – 10. nóv. Fjármál hemilanna Borgartún 19 Fyrirlesari Breki Karlsson Kópavogur – 16. nóv. Greiðslur úr lífeyrissparnaði, hvað ber að hafa í huga? Turninn Smáratorgi Fyrirlesari Theódór Friðbertsson Reykjavík – 24. nóv. Lærðu á netbankann þinn Borgartún 19 Fyrirlesari Kristjana Emma Kristjánsdóttir Skráðu þig á arionbanki.is. Allir velkomnir - Ókeypis aðgangur. STAÐA ATVINNUMÁLA OG VINNU- MARKAÐURINN Samtök atvinnulífsins efna til opinna funda á landsbyggðinni þar sem Vilmundur Jósefsson , formaður SA og Vilhjálmur Egilsson , framkvæmda- stjóri SA, ræða um stöðuna í atvinnu lífinu, komandi kjarasamninga og svara fyrirspurnum . Staðir og stund Ísafjörður - þriðjudaginn 9. nóvember Hótel Ísafirði, kl. 12-14. Léttur hádegisverður. Akureyri - fimmtudaginn 11. nóvember Hótel KEA, kl. 8.30-10. Léttur morgunverður. Húsavík - fimmtudaginn 11. nóvember Veitingahúsinu Sölku, kl. 12-14. Léttur hádegisverður. Reyðarfjörður - föstudaginn 12. nóvember Safnaðarheimilinu, kl. 12-14. Léttur hádegisverður. Stjórnendur og forsvarsmenn fyrirtækja, stórra sem smárra, eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðunni ásamt öllu áhugafólki um uppbyggingu atvinnulífsins. Fleiri fundir auglýstir síðar. Skráning á vef SA: www.sa.is ÞJÓÐFUNDUR Þjóðin mun strax á morgun fá meginniðurstöður af þjóðfundinum sem fram fer í dag. Allra fyrstu niðurstöður verða kynntar á fundinum sjálfum. Um þúsund manns munu koma saman til þjóðfundar í Laugar- dalshöllinni í dag. „Við hvert borð fer fram sjálfstæður fund- ur,“ segir Berghildur Erla Bern- harðsdóttir, upplýsingafulltrúi fundarins. Borðin verða 128 tals- ins og munu níu manns vera á hverju borði. Einn borðstjóri, sem kallaður er lóðs, verður á hverju borði auk átta þátttakenda á fund- inum. Umræður hefjast um leið og fólk er sest til borðs. „Það er búið að hugsa mjög vel fyrir fundar- flæðinu,“ segir Berghildur. Allir sem stjórni borðum hafi hlotið sérstaka þjálfun í því hvernig þeir eigi að haga sínu hlutverki svo að allir þátttakendur fái jafn- an rétt til að tjá sig. „Allur und- irbúningur hefur miðast að því að gera umhverfið sem þægileg- ast fyrir þátttakendur þannig að þarna verði notalegt andrúmsloft og fólki líði vel. Og það er hlut- verk lóðsanna að gæta að því að allir fái rými til að koma sínu að, það sé ekki einhver einn ríkjandi við borðið.“ „Fyrst og fremst er verið að reyna að fá fram visku hvers og eins. Við erum ekki að tala um að vera sérfræðingar í stjórnarskrá eða stjórnskipun heldur að fólk sé að koma með sína lífssýn inn á fundinn, það skiptir miklu máli,“ segir Berghildur. Undirbúningur fundarins hefur að hennar sögn gengið vel fyrir sig. Leitað var til Mauraþúfunn- ar, sem hélt þjóðfundinn í fyrra, og koma fjölmargir úr þeim hópi að fundinum nú. Unnið hefur verið hörðum höndum undanfarna daga til að allt verði tilbúið í dag, en Berghildur segir mikla vinnu- gleði einkenna undirbúninginn. Um leið og þjóðfundinum lýkur í dag hefst mikill úrvinnslufundur starfsfólks og stjórnlaganefndar og verða frumniðurstöður kynnt- ar á blaðamannafundi klukkan fjögur á morgun. „Þjóðin fær því að sjá niður- stöður af fundinum núna um helg- ina. Auðvitað verður kannski ekki hægt að sýna öll gögn strax, en markmiðið er að meginniðurstöð- ur verði kynntar á sunnudaginn,“ segir Berghildur Erla. thorunn@frettabladid.is Fyrst og fremst er verið að reyna að fá fram visku hvers og eins. Við erum ekki að tala um að vera sérfræðingar í stjórnarskrá” BERGHILDUR ERLA BERNHARÐSDÓTTIR UPPLÝSINGAFULLTRÚI ÞJÓÐFUNDARINS Niðurstöður kynnt- ar strax á morgun Þjóðfundur fer fram í Laugardalshöll í dag. Fólk á ekki að vera sérfræðingar í stjórnarskrá heldur koma með sína lífssýn á fundinn, segir upplýsingafulltrúi. Meginniðurstöður fundarins verða kynntar á blaðamannafundi á morgun. STJÓRNSÝSLA Stjórn Fjármálaeftir- litsins hefur lokið athugun á hæfi Gunnars Þ. Andersen forstjóra og sér ekki tilefni til að aðhafast frekar. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að Andri Árnason lögmaður hafi gert sérstaka athugun á hæfi Gunnars Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, að beiðni stjórnar. Það sé gert með hliðsjón af umfjöllun í skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis um viðskipti Landsbanka Íslands hf. og félags- ins LB Holding Ltd. með hluta- bréf Kaupþings banka hf. á árinu 2001, „og í tilefni af upplýsingum um viðskipti Landsbankans og félagsins NBI Holding Ltd. með hlutabréf í [V] á árinu 2001.“ Í tilkynningu frá FME segir að Andri hafi nú skilað athuguninni til stjórnar og fjallaði hún um niðurstöður hennar á fundi sínum í dag. „Í ljósi niðurstöðu athugun- arinnar tók stjórnin ákvörðun um að ekki væri tilefni til að aðhafast frekar í málinu.“ Rannsókn á forstjóra FME: Aðhefst ekkert frekar í málinu GUNNAR Þ. ANDERSEN Stjórn FME hyggst ekki aðhafast frekar í málum forstjórans. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÞJÓÐFUNDURINN UNDIRBÚINN Það var líf og fjör í Laugardalshöllinni í gær en þá stóð undirbúningur fyrir Þjóðfundinn sem hæst. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.