Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.11.2010, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 06.11.2010, Qupperneq 12
12 6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR FÓLK Þrjú hundruð krónur af hverju seldu eintaki heimildar- myndarinnar Síðasta ferðin munu renna til Mæðrastyrksnefndar- innar í Reykjavík. Myndin er eftir Elínu Hirst fréttamann og afhenti hún Mæðrastyrksnefnd fyrsta eintakið af myndinni á fimmtudag. Haldið var upp á útgáfuna í húsakynnum Mæðrastyrksnefnd- ar í Hátúni. Þangað var skjól- stæðingum nefndarinnar boðið í vöfflur og kaffi í tilefni dagsins. Síðasta ferðin fjallar um íslenska vesturfara og var sýnd í Ríkissjónvarpinu um páskana. - þeb Mæðrastyrksnefnd fær styrk: 300 krónur af hverri mynd HJÁ MÆÐRASTYRKSNEFND Elín Hirst afhenti Ragnhildi Guðmundsdóttur, for- manni Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, fyrsta diskinn á fimmtudag. EFNAHAGSMÁL Stjórn efnahags- mála verður að bregðast illilega til þess að gjaldeyrishöftum verði hér við haldið um lengri tíma. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Más Guðmundssonar seðla- bankastjóra á fundi Viðskiptaráðs Íslands í gærmorgun. Hann sagði höftin hafa gegnt hlutverki í að ná stöðugleika en þau væru nú farin á rekast á önnur markmið, svo sem um aukinn hagvöxt, fjárfest- ingu og tengingu landsins við aðra fjármálamarkaði. Um leið kom fram í máli Más að ekki væri hægt að útiloka að Alþingi samþykkti að framlengja gjaldeyrishöftin á næsta ári, en samkvæmt lögum rennur gildis- tími þeirra út í ágúst 2011. Fulltrúar í pallborði lýstu marg- ir hverjir efasemdum um að hægt yrði að aflétta höftum í bráð, enda hefðu þau staðið í áratugi í ein- hverri mynd áður en þeim var aflétt á tíunda áratug síðustu aldar. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðla- bankastjóri sagði aðstæður í dag hins vegar aðrar á tímum alþjóð- legra viðskipta og því afar ólíklegt að höftin vörðu lengi. „Svo lengi sem við erum aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu sé ég ekki fyrir mér að við getum verið lengi með höftin,“ sagði hann og benti á að þeim yrði ekki viðhaldið nema í skjóli samþykktar Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. Hann benti á að efna- hagsáætlun stjórnvalda rynni út í ágúst á næsta ári og ekki seinna en þá þyrfti að liggja fyrir tímasett áætlun um afnám hafta. Arnór sagði jafnframt ljóst að ef þjóðin hafnaði aðild að Evrópusam- bandið þyrfti að bæta framkvæmd peningastefnunnar. „Við þurf- um einhvers konar viðbótartæki til viðbótar við vaxtatækið til að minnka veltinginn,“ sagði hann en taldi „draumóra“ að gera ráð fyrir því að sveiflur á gengi krónunnar hyrfu. olikr@frettabladid.is Í PALLBORÐI Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, stýrði umræðum á fundi Viðskiptaráðs í gær. Í pallborði voru Arnór Sighvatsson, Kristín Pétursdóttir, Benedikt Jóhannesson og Ásgeir Jónsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Höftin eiga að hverfa Gengissveiflum krónunnar verður ekki forðað, segir aðstoðarseðlabankastjóri. Hafni Íslendingar ESB-aðild þarf að bæta framkvæmd peningastefnunnar. Sekt og sýkna fyrir vændi Maður var í gær dæmdur í ríflega 100 þúsunda króna sekt fyrir vændiskaup. Annar maður var sýknaður af ákæru um að hafa keypt vændi. DÓMSMÁL Auður kaupir Já Fagfjárfestasjóðurinn Auður 1 hefur keypt Já upplýsingaveitu ehf. af Skipt- um hf. Skrifað var undir samninginn í gær. Kaupverðið er trúnaðarmál en söluhagnaður Skipta af viðskiptunum nemur 1,3 milljörðum króna. Greitt er fyrir hlutinn með reiðufé. VIÐSKIPTI KNÚINN ÞOTUHREYFLUM Svisslend- ingurinn Yves Rossi er eini maðurinn, svo vitað sé, sem flýgur um á þotu- knúnum flugvængjum. Hér sést hann þjóta um loftin blá yfir Sviss. NORDICPHOTOS/AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.