Fréttablaðið - 06.11.2010, Side 13
LAUGARDAGUR 6. nóvember 2010 13
JULIAN ASSANGE Vill rannsókn á mann-
réttindabrotum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SVISS, AP Julian Assange, stofn-
andi uppljóstrunarvefsíðunnar
Wikileaks, skorar á bandarísk
stjórnvöld að láta rannsaka hvort
mannréttindi hafi verið brotin í
Írak og Afganistan, frekar en að
beina öllum kröftum sínum í að
hafa uppi á þeim sem lekið hafa
upplýsingum um athæfi Banda-
ríkjahers í þessum löndum.
„Nú er kominn tími til að
Bandaríkin opni sig frekar en að
fara í felur með hlutina,“ sagði
hann við blaðamenn í Genf í gær,
skammt frá höfuðstöðvum Sam-
einuðu þjóðanna, en þar í borg
hefst í dag fyrsta úttekt mann-
réttindaráðs Sameinuðu þjóðanna
á Bandaríkjunum. - gb
Stofnandi Wikileaks:
Skorar á banda-
rísk stjórnvöld
OSLÓ, AP Kínversk stjórnvöld hafa þrýst
á evrópsk ríki að sniðganga afhendingar-
athöfn Friðarverðlauna Nóbels í næsta
mánuði. Þar verður kínverski andófs-
maðurinn og rithöfundurinn Liu Xia-
obo heiðraður, í mikilli óþökk stjórn-
valda í Peking. Íslensk stjórnvöld
staðfesta að þeim hafi borist bréf frá
Kínverjum varðandi þetta mál, en
engu að síður mun fulltrúi Íslands
sækja athöfnina.
AP-fréttastofan hafði í gær eftir Cui
Tiankai, einum æðsta manni utanríkis-
mála í Kína, að þær Evrópuþjóðir sem
hyggist senda fulltrúa á athöfnina þurfi
að spyrja sig hvort þeim sé í mun að
eiga vinsamleg samskipti við Kína eða
hvort þau kjósi heldur að gera atlögu að
réttarkerfinu þar í landi. „Ef þau velja
rangan kost munu þau þurfa að mæta
afleiðingunum,“ sagði Tiankai, en fór
ekki nánar út í hverjar þær gætu verið.
Samkvæmt AP hafa yfirvöld í Finn-
landi og Svíþjóð staðfest að hafa fengið
bréf frá Kína, en enginn hefur enn
afboðað sig.
Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafull-
trúi utanríkisráðuneytisins, staðfesti við
Fréttablaðið að íslensk stjórnvöld hefðu
fengið bréf frá kínverskum yfirvöldum
sem varðaði afhendinguna, en gat ekki
tjáð sig frekar um efni bréfsins. - þj
Bjóða Kínverjum birginn
Íslensk stjórnvöld hyggjast senda fulltrúa á afhendingu Friðarverðlauna Nóbels þrátt fyrir andstöðu kín-
verskra stjórnvalda. Kínverjar hafa þrýst á evrópsk ríki að sniðganga athöfnina, eða „mæta afleiðingum“.
■ Liu Xiaobo er kínverskt skáld og andófsmaður sem afplánar nú
11 ára fangelsisdóm fyrir undirróðursstarfsemi gegn stjórnvöld-
um.
■ Hann var meðal talsmanna róttækra umbóta á stjórnmála-
kerfinu.
■ Eiginkona hans hefur setið í stofufangelsi síðan Nóbelsnefndin
tilkynnti val sitt í október.
■ Kínversk stjórnvöld brugðust við útnefningunni af mikilli hörku
og telja verðlaunin notuð af vestrænum löndum til að grafa
undan auknum áhrifum Kína á heimssviðinu.
Hver er Liu Xiaobo?
UMDEILDUR Liu Xiaobo og kona hans hafa bæði mátt þola frelsissviptingu sökum skoðana sinna. NORDICPHOTOS/AFP
islandsbanki@islandsbanki.is
www.islandsbanki.is
Sími 440 4000
Vaxtasproti er einfalda
leiðin til að spara í áskrift
Með sparnaði í áskrift getur
þú sett þér markmið, lagt
fyrir í hverjum mánuði,
safnað vöxtum og átt fyrir
því sem þig langar að gera.
Hvort sem það er sumarfrí
fjölskyldunnar, heimilistæki
sem þarf að endurnýja eða eitthvað allt
annað – þá er ódýrara að safna og eiga
fyrir hlutunum en að fá lánað fyrir þeim.
Vaxtasproti er sparnaðar-
reikningur sem er alltaf laus.
Þú getur því bæði safnað þér
fyrir einhverju ákveðnu en
um leið notað reikninginn
sem varasjóð til að bregðast
við óvæntum útgjöldum.
Fyrir hverju langar þig að safna með
sparnaði í áskrift?
Byrjaðu að spara á islandsbanki.is