Fréttablaðið - 06.11.2010, Side 24

Fréttablaðið - 06.11.2010, Side 24
24 6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR S kemmtilegast fannst mér að heyra hversu margir urðu hissa á því hvað myndin væri löng þegar þeir komu út úr bíó. Það er mjög góðs viti. Sjálfur hef ég oft haft þessa tilfinningu fyrir kvikmyndum, til dæmis Scorcese-myndinni Good- fellas sem ég sá með mömmu í Austur- bæjarbíói þegar ég var fimmtán ára. Við settumst niður klukkan fimm og skyndilega var klukkan orðin átta, en samt var ég alls ekki tilbúinn til að yfirgefa salinn. Hefði viljað sitja yfir myndinni í nokkra klukkutíma í við- bót,“ segir kvikmyndagerðarmaður- inn Árni Sveinsson. Heimildarmyndin Með hangandi hendi, sem Árni gerði um tónlistarmanninn Ragnar Bjarna- son, var frumsýnd um síðustu helgi og hefur hlotið frábærar viðtökur. Fyrr í haust var tónlistarmyndin Backyard, sem Árni leikstýrði og hlaut meðal annars fyrstu verðlaun á heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg í vor, frumsýnd í hinni nýju Bíó Paradís við Hverfisgötu. Því er skammt stórra högga á milli hjá kvikmyndagerðar- manninum þessa dagana. Dauðarokk í Kópavoginum Árni er fæddur árið 1976. Hann sleit barnsskónum í Kópavoginum og gekk í Snælandsskóla, þar sem ríkti mikill áhugi á dauðarokki í upphafi tíunda áratugs síðustu aldar. Árni fór ekki varhluta af því, söng meðal annars með hljómsveitunum Condemned og Cranium og segir sig og vini sína hafa haft megna óbeit á flestri popptónlist- inni sem réði ríkjum á þeim tíma. „En það fyndna var að þegar dauða- rokkssveitirnar urðu vinsælar voru þær oft fengnar til að spila með popp- sveitum. Við í Cranium hituðum til dæmis einu sinni upp fyrir SSSól í Tunglinu og það var ekki lítil upphefð fyrir sautján ára gutta þegar Helgi Björns yrti á mann, jafnvel þótt það væri bara einföld setning á borð við „Jæja strákar, nú verðum við í stuði!,“ segir Árni og hlær. „Áhorfendurnir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið þegar dauðarokkið skall á þeim, en þetta var mjög skemmtilegur tími.“ Árni reyndi fyrst fyrir sér í kvik- myndagerð þegar fjölskylda hans fór í ferðalag um Búlgaríu rétt við fall kommúnismans, en af því tilefni var keypt vídeótökuvél inn á heimilið. „Seinna fórum við vinirnir í dauða- rokkinu að búa til ofbeldisfullar grín- myndir, dæmigert unglingadót. Þegar ég byrjaði á myndlistarbraut í Fjöl- braut í Breiðholti (FB) gekk ég í vídeó- klúbb skólans og fékk fljótlega áhuga á gerð tónlistarmyndbanda,“ segir Árni, en meðan á náminu í FB stóð og eftir útskrift gerði hann meðal ann- ars slík myndbönd fyrir hljómsveitir á borð við Maus, Stjörnukisa, Lhooq og Kvartett Jónsson og Grjóna. „Ég gerði líka myndband fyrir Prumpu- lagið hans Dr. Gunna, sem var mjög stórt verkefni,“ segir hann og glottir. „Ég reyndi af veikum mætti að gera hlutina af fagmennsku en í raun og veru hafði ég fyrst og fremst innsæið að leiðarljósi. Ég gerði heilan helling af mistökum, eingöngu vegna þess að ég vissi ekki betur.“ Eldskírn í Kolkrabbanum Árni tók þá ákvörðun að kanna kvik- myndagerðina á eigin skinni frekar en að læra fagið í skóla og fékk til þess gott tækifæri þegar honum, ásamt sex öðrum ungmennum og þar á meðal Hrönn, yngri systur hans, var falið að sjá um þáttinn Kolkrabbann á RÚV veturinn 1998 til 1999. „Þátturinn var á dagskrá alla virka daga og við sáum um alla hliðar dag- skrárgerðarinnar, upptökur, klippingu og þar fram eftir götunum. Þetta var magasínþáttur fyrir ungt fólk, en átti upphaflega að vera tónlistarþáttur samkvæmt hugmynd minni og Hrann- ar. Nokkrum árum fyrr hafði ég byrj- að að starfa sem plötusnúður, þegar ég kynntist tónlist sem var lítið spil- uð á skemmtistöðum hér á Íslandi, til að mynda fönki, sálartónlist og tripp- hoppi, og viðaði að mér miklu magni af plötum. Þess má geta að ég var fyrsti plötusnúður Kaffibarsins, en fram að því höfðu gestir staðarins neyðst til að hlusta á geisladiskinn með tónlist- inni úr Pulp Fiction aftur og aftur,“ segir Árni og skellir upp úr. Hann grípur enn í plötusnúðastarfið við og við og slumpar á að plöturnar í safni sínu séu eitthvað í kringum sjö þúsund talsins. Umdeild Íslensk kjötsúpa Árni og Hrönn urðu í kjölfarið sam- starfsfélagar og unnu saman að ýmsum verkefnum, ekki síst þegar Skjár einn fór í loftið rétt fyrir aldamótin. Árni gerði meðal annars þáttaröðina Pétur og Pál ásamt Sindra Kjartanssyni, og Hrönn bættist í hópinn við gerð þátt- anna Íslensk kjötsúpa, en í þeim vakti Erpur Eyvindarson mikið umtal sem hinn kjaftfori Johnny National sem spurði íslenskan almenning nærgöng- ulla og misgáfulegra spurninga. „Gerð þáttanna um Johnny National tók á. Við ferðuðumst um allt land, unnum sleitulaust og eftir túrinn var svo komið að við gátum varla talað saman lengur. En það jafnaði sig með tímanum og við Erpur erum bestu vinir í dag,“ segir Árni. Varð alræmdur í bransanum „Það síðasta sem ég gerði hjá Skjá einum var að stinga upp á þætti sem ég vildi ólmur gera, Popppunkti, en í hugmyndavinnunni var gert ráð fyrir að Dr. Gunni og Arnar Eggert Thor- oddsen tónlistargagnrýnandi yrðu umsjónarmenn. Sá þáttur fór þó ekki í loftið fyrr en löngu síðar og án minnar þátttöku. Hann var gerður á annarra forsendum og gekk vel sem slíkur. Þá stóð ég hins vegar í miðju erfiðu dóms- máli vegna heimildarmyndarinnar Í skóm drekans.“ Aðför að tjáningarfrelsinu Í skóm drekans fjallar um þátttöku Hrannar, systur Árna, í keppninni Ungfrú Ísland.is árið 2000. Myndin vakti deilur og varð kveikjan að máls- höfðun, þegar margir þátttakenda keppninnar héldu því fram að þeir hefðu verið grunlausir um að verið væri að mynda þá og aðstandendur keppninnar fóru fram á lögbann. Árni segir það einungis hafa verið átyllu þegar forráðamenn keppninnar uppgötvuðu að þeir fengju ekkert að segja um gerð myndarinnar. Málinu lauk með dómsátt og neyddust Árni og Hrönn til að rugla andlit nokkurra keppenda til að þeir þekktust ekki. „Ég vil meina að þetta mál hafi verið eitt það stærsta sinnar tegundar sem komið hefur fram á Íslandi því þetta var aðför að tjáningarfrelsinu. Við fengum ekki þann stuðning sem við væntum frá ýmsum aðildarfélögum á borð við Rit- höfundasambandið, Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda og fleiri, því þau þorðu ekki að taka slaginn. Fólkið í bransanum vildi ekki veðja á okkur, krakkafíflin,“ segir Árni. Hann segir smæð samfélagsins hafa gert það að verkum að systkinin urðu nánast alræmd í kjölfar málsins og við hafi tekið erfiður tími fyrir þau bæði. Bæði fluttu þau til Bandaríkjanna, Hrönn í nám til New York og Árni til Washington, þar sem hann starfaði sem klippari í tæplega ár. „Þegar ég kom heim frá Banda- ríkjunum var ég ekkert viss um að ég myndi nokkurn tímann gera aðra mynd. Ég vann töluvert sem aðstoðarmaður við kvikmyndir og var með ýmis verk- efni í burðarliðnum sem aldrei varð neitt úr. Ég fann mjög vel fyrir því að traustið á mér var ekki mikið og í að minnsta kosti tveimur tilfellum neydd- ist ég til að draga mig út úr verkefn- um til að þau fengju brautargengi. Ég var líka mikið að plötusnúðast og í raun var ég bara voðalega mikið fullur, sem þótti ekki mjög traustvekjandi, skiljan- lega. Ég var á skilorði, en fékk séns og hef nýtt mér hann til hins ítrasta.“ Gerir mynd um mömmu Í vetur hyggst Árni vinna að heimild- armynd um móður sína, Sigrúnu Her- mannsdóttur bóksala, og ákveðið atvik í hennar lífi, sem hann ráðgerir að leggja lokahönd á í vor. Þá hefur honum verið falið að gera vikulega þætti um íslenska tónlist sem hefja göngu sína á sjónvarpsstöðinni ÍNN á fimmtudags- kvöldið næsta. Kristján Freyr Hall- dórsson, trommari rokksveitarinnar Reykjavík!, verður umsjónarmaður þáttarins, sem ber heitið Rokk og tja tja tja og er þátturinn framleiddur að undirlagi Félags tónskálda og texta- höfunda (FTT) í samvinnu við ÍNN og ýmsa kostunaraðila. „Svo er ég líka að skrifa handrit að tveimur leiknum bíómyndum og sjón- varpsþáttaseríu, svo það er nóg að gera,“ segir Árni að lokum. „Ég var fyrsti plötu- snúður Kaffibarsins, en fram að því höfðu gestir staðar- ins neyðst til að hlusta á geisladiskinn með tónlist- inni úr Pulp Fiction aftur og aftur.“ Leikstjórinn og fyrrum dauðarokkarinn Árni Sveinsson hefur frum- sýnt tvær myndir í haust, sem báðar hafa hlotið mikið lof. Kjartan Guð- mundsson ræddi við hann um eldskírn í iðnaðinum og vandamálin sem fylgja fámennu samfélagi. Á PRIKINU Árni vekur víða athygli fyrir sérstakan stíl í klæðaburði, sem virðist vera sambland úr hinum ýmsu áttum. „Ég veit ekkert hvaðan þetta kemur. Ætli ég sæki ekki áhrifin mest til Sopr- anos-þáttanna,“ segir Árni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.