Fréttablaðið - 06.11.2010, Side 40
40 6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR
DEKK
fyrir fólksbíla og jeppa
BFGoodrich
Bílabúð Benna - Tangarhöfða 8 - Reykjavík
Sími 590 2000 - www.benni.is
www.bfgoodrich.com
A
ndstaða við aðkomu
erlendra fyrirtækja
að íslenskum orku-
iðnaði er misráðin
að mati Michaels
Porter, prófessors
við Harvard háskóla í Bandaríkj-
unum. Porter er meðal virtustu
fræðimanna heims á sviði rann-
sókna á samkeppnishæfni þjóða og
höfundur kenninga um klasamynd-
un í þekkingargeirum og iðnaði
og áhrif hennar á velsæld þjóða.
Porter sótti landið síðast heim árið
2006 þegar hann kynnti rannsókn
á samkeppnishæfni landsins, hélt
fyrirlestur og tók við heiðursdokt-
orsnafnbót við viðskipta- og hag-
fræðideild Háskólans. Síðan þá
hefur áhugi hans á Íslandi enn
vaxið og sér í lagi klasamynd-
un í íslenskum jarðvarmaiðnaði.
Í byrjun vikunnar kynnti Port-
er rannsókn sína á stöðu íslenska
jarðvarmaklasans.
Michael Porter segir rétt athug-
að í nýlegu áliti sendinefnd-
ar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að
vexti séu vissar skorður settar
hér á landi, með því að ekki sé
hægt að auka veiðar og að tíma
taki að koma í gang orkuverkefn-
um. Reynslan úr orkugeira sýni
hins vegar að hægt sé að auka
mun hraðar við slíka starfsemi á
alþjóðavettvangi. „Þar undir er
hvers kyns þjónusta tengd tækni,
verkfræði og leit að virkjunarkost-
um,“ segir hann og bendir á að
raunar hafi ekki verið mikið um að
Íslendingar tengdust jarðhitaverk-
efnum utan landsteinanna fyrr en
nær dró falli fjármálakerfisins og
verkefnum fækkaði innanlands.
„Íslensk fyrirtæki með þekkingu
sína og tækni fundu þá töluverða
vaxtarmarkaði erlendis.“
Hafsjór fyrirspurna um samstarf
Með útrás segir Porter Ísland geta
aukið hlut sinn í jarðvarmaiðn-
aði heimsins langt umfram eigin
stærð. „Jafnvel þótt Ísland eigi
miklar auðlindir tengdar jarð-
varma, þá eru þær smáar í sam-
anburði við heiminn allan. Mun
öflugri svæði eru í Norður- og Mið-
Ameríku, Asíu og Afríku. Mögu-
leikar Íslands liggja í samstarfi
við önnur lönd og þar held ég að
megi byggja upp mikla starfsemi,“
segir hann og kveður Ísland hafa
færi á að marka sér sess í þessum
iðnaði sem áhrifavaldur í að búa
til betri heim. „Helsta niðurstaða
viðræðna síðustu daga held ég að
sé að það standi enginn í veginum
nema við sjálf og að við þurfum að
taka til hendinni,“ segir hann.
Unnið er að því markvisst í
nokkrum öðrum löndum að efla
jarðvarmageirann. Porter bendir
til dæmis á starfsemi sem hafin
sé í Nevada í Bandaríkjunum og
svo virkjanir á Nýja-Sjálandi.
„En við erum jafnlangt komin
og hvaða land annað, og jafnvel
lengra,“ segir hann og vísar einn-
ig til þess að Ísland hafi mjög gott
orðspor í heiminum þegar kemur
að nýtingu jarðvarma. Núna segir
Porter Ísland fá yfir sig hafsjó
fyrirspurna um samstarf á sviði
jarðvarmavirkjana frá löndum
á borð við Kína, Indland, Rúss-
land og fleirum. „Við verðum því
að skipuleggja okkur til þess að
standa undir fyrirheitum okkar.
Tækifærin eru núna og þau verð-
ur að grípa.“ Samhæfing aðgerða
telur hann líklegt að verði leidd af
sameiginlegu átaki iðnaðarráðu-
neytisins og einkageirans. „Verk-
efnið sem heild nýtur mikillar
velvildar nú um stundir og and-
rúmsloftið er rétt til að taka næstu
skref.“
Verkefnin sem við stöndum nú
frammi fyrir snúa, að mati Port-
ers, einna helst að regluverki og
umgjörð orkugeirans. „Fyrst á
blaði er að huga betur að reglum
um nýtingu jarðvarmans. Núna
eru verkferlar of hægir, gagn-
sæi skortir og það á eftir að skil-
greina betur hvaða verkefni á að
ráðast í og hver ekki. Allt virðist
verða að risastórum, flóknum og
löngum umræðum. Þetta leiðir til
ástands þar sem hlutirnir gerast
bæði of hægt og auðlindirnar eru
ekki nýttar á sem hagkvæmastan
hátt,“ segir Porter.
Viljum blöndu ólíkra fyrirtækja
Að mati Porters er hins vegar
engum vandkvæðum bundið að
lönd haldi umtalsverðum eignar-
hlut hið minnsta yfir auðlindum
sínum. „Ég held ekki að það sé
slæm stefna. Alþjóðleg fyrirtæki
ættu hins vegar að fá að aðstoða
við nýtingu auðlindanna. Núna
vantar okkur fé og óráð að fest-
ast í að þurfa að eiga hlutina að
fullu,“ segir hann. „Fjárfesting-
in er lykilatriði í þessum efnum,
þótt mannauðurinn skipti auðvit-
að líka máli.“ Porter segir engan
munu kjósa fimm ára kyrrstöðu
meðan þess er beðið að hér verði
byggt upp stöndugt fjármálakerfi
á ný. Hann telur gjaldeyrishöftin
sem komið var á eftir hrun bank-
anna of ströng. „Við teljum tíma-
bært að losa um höftin í varfærn-
um skrefum, því að við viljum fá
rétta tegund af fjárfestingum til
Íslands. Við viljum fjárfestingar
sem styðja landið, bæta kjör og
búa til betri störf.“
Til bóta yrði ef hægt væri að
auka á gagnsæi í orkugeiranum
að mati Porters, sem áréttar að
hann telji Landsvirkjun vera hið
ágætasta fyrirtæki þótt það hafi
yfirburðastöðu gagnvart öðrum
orkufyrirtækjum, stærðar sinn-
ar vegna. „En verandi með svona
stórt fyrirtæki þarf að auka á
gagnsæi þess og leggja áherslu
á góða stjórnunarhætti. Við vilj-
um að fyrirtækið hagi sér eins og
einkafyrirtæki þrátt fyrir ríkis-
eigu. Við viljum að það skili hagn-
aði og að þar séu teknar skynsam-
legar ákvarðanir,“ segir hann og
bendir á að fordæmi séu fyrir því
að orkufyrirtæki í ríkiseigu séu
rekin þannig að til fyrirmyndar
sé, svo sem í Singapúr. „En um leið
held ég að það sé mikilvægt að í
landinu séu líka fleiri orkufyrir-
tæki, sem bæði megi og fái hvatn-
ingu til að vaxa. Einkafyrirtæki
held ég líka að væru góð viðbót í
þessa flóru því með þeim fengist
meiri samkeppni.“
Aðhald það sem fæst með sam-
keppni í orkusölu segir Porter
ýta undir að orkufyrirtækin kalli
eftir betri þjónustu á heildsölu-
sviði orkunnar og búi til umhverfi
sem á endanum hjálpi til við útrás
íslenska orkugeirans. „Við viljum
hafa öflugan samkeppnismarkað
í orkugeira á Íslandi með blöndu
opinberra fyrirtækja og fyrir-
tækja í einkaeigu. Þess vegna er
líka mikilvægt að regluverk orku-
geirans sé gott til þess að tryggja
jafnræði allra á markaðnum.“
Gagnaver fremur en álver
Álfyrirtæki verða seint talin sér-
stakur þyrnir í augum Michaels
Porter sem unnið hefur ítarlegar
rannsóknir á áliðnaði og verið fyr-
irtækjum í geiranum til ráðgjafar.
„Ég held að þau hafi sínu hlutverki
að gegna. Sér í lagi ef okkur tæk-
ist að gera landið að stað sem ekki
bara framleiðir álið heldur vinn-
ur áfram með það. Ísland er hins
vegar ekki kjörlendi ódýrrar fram-
leiðslu á málmvarningi. Landið er
tiltölulega dýrt og með hæft vinnu-
afl. Ég held að staða álsins hér
verði frekar þannig að málmur-
inn verði framleiddur hér og síðan
seldur úr landi,” segir hann og
kveðst því telja miklivægt að orku-
Einkafyrirtæki yrðu góð viðbót
Michael Porter,
prófessor við Harvard
háskóla í Bandaríkj-
unum, höfundur
klasakenningar og
sérfræðingur í sam-
keppnishæfni þjóða,
segir Ísland spennandi
land þar sem draga
megi lærdóm af ein-
stæðum tækifærum
og möguleikum til
umbóta. Óli Kristj-
án Ármannsson tók
Porter tali og spurði út
í jarðvarmaklasa, sam-
keppni á orkumarkaði,
peningamál og áhuga
Porters á Íslandi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
A
LL
I
PORTER Á HOLTINU Prófessor
Michael Porter gaf sér tíma til að
hitta blaðamann á Hótel Holti
skömmu áður en hann hélt af landi
brott á þriðjudag. Daginn áður hélt
hann erindi í Háskólabíói.