Fréttablaðið - 06.11.2010, Page 42

Fréttablaðið - 06.11.2010, Page 42
2 FERÐALÖG Þ orgrímur og Þuríður eru betur þekkt sem Doddi og Þurý í austurríska smábænum St. Michael og af gestum á hótelinu Speier- eck sem þau festu kaup á sumar- ið 2005. „Ég hafði þá kennt á skíði í fjöldamörg ár hér í Austurríki, þar af fimm ár hér í Lungau. Ég kom víða við á hótelunum og meðal annars Speiereck. Þáver- andi eigandi innti mig eftir því hvort ég vildi ekki kaupa. Ég var nú ekkert í þeim hugleiðingum en síðan byrjaði boltinn að rúlla,“ segir Doddi um upphafið að hótel- rekstri þeirra hjóna. Og var Þurý alveg til í að flytja til Austur ríkis og hella sér í skíðahótelrekstur? „Já, hún var alveg til, ég var nú bara hissa á því,“ svarar hann hlæjandi. St. Michael er lítill bær með aðeins 3.000 íbúum, um hundrað kílómetra suður af Salzburg í hér- aðinu Lungau. „Við erum því ekki nema 120 km frá ítölsku landa- mærunum,” segir Doddi. Inntur eftir því hvernig rekstur inn gangi er Doddi nokk- uð jákvæður. „Reyndar var þetta svolítið erfitt í fyrra og hittí fyrra þegar íslenski markaðurinn datt út vegna kreppunnar,“ segir hann en bætir við að Íslendingar séu nú aftur farnir að huga að skíða- ferðum. „Allavega eru farnar að streyma inn pantanir fyrir veturinn.“ Skíðamennskan er auðvitað aðalsmerkið í rekstrinum en Doddi kennir á skíði frá níu til fjögur og stendur svo vaktina á kvöldin líka, líkt og Þurý. „Þetta er sólarhrings- vinna allan veturinn,“ segir hann glaðlega. Gestir geta þó gert margt annað en að skella sér á skíði. „Við erum með veitingastað, líkamsrækt og gufu, hægt er að fara í hesta- sleðaferð um fjöllin og sinna úti- vist,“ útlistar Doddi. Þó að mest sé um að vera á veturna er ekki síður fallegt í Lungau á sumrin. „Þetta er paradís fyrir útivistarmanninn og svo er hér 18 holu golfvöllur.“ Þau hjónin sakna ekki Íslands og þess stress sem einkennir samfé- lagið. „Hér er dásamlegt andrúms- loft og reyndar næstum eins og að fara hundrað ár aftur í tímann,“ segir Doddi ánægður með lífið. Nánari upplýsingar um hótelið er að finna á www.skihotel-speier- eck.at - sg ÍSLENDINGAR SNÚA AFTUR EFTIR KREPPU Hjónin Þorgrímur Kristjánsson og Þuríður Þórðardóttir hafa rekið skíðahótel í Austurríki í fi mm ár. Þeim líkar hið stresslausa líf en þó er alltaf nóg að gera, sérstaklega nú þegar vetrarvertíðin hefst og sólarhringsvinnudagur tekur við. Frábært skíðasvæði Á svæðinu eru 68 lyftur og hátt í 300 km af skíðabrekkum. Við Hótel Speiereck Doddi og Þurý með starfsmanni fyrir utan hótelið. „Fyrir hrun var húsið troðfullt af Íslendingum frá jólum og fram í mars,“ segir Doddi en nú í haust hafa glæðst mjög pantanir frá Íslendingum. FARFUGLAHEIMILIN HLJÓTA GÆÐAVOTTUN Farfuglaheimilin í Reykjavík, í Laugardal og á Vesturgötu, fengu nýlega Hi Quality-gæðavottun sem er vottun alþjóðlegu Farfugla- samtakanna Hosteling International. Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði, þjónustu og innra eftirliti. Samtökin leggja mikið upp úr vottuninni og stefna að því að 600 farfuglaheimili hafi verið vottuð fyrir árið 2012. Farfuglaheimilið í Laugardal var valið til að taka þátt í mótun vottunarkerfisins árið 2005 og síðan hefur starfsfólk þess unnið að innleiðingu kerfis- ins og uppbyggingu. Því er um að ræða endurnýjaða vottun fyrir Farfuglaheimilið í Laugardal en nýja vottun fyrir Farfuglaheimilið á Vesturgötu. Sigrún Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Farfuglaheimilanna í Reykjavík, segir á vef Ferðamálastofu að grundvallaratriði gæðastefnunnar sé að starfsfólk sé sífellt að leita leiða, hugmynda og aðferða til að bæta þjónustu og starfsemi farfuglaheimilanna. Þess má geta að fyrir hálfu ári tóku farfuglaheimilin á móti umhverfis- og gæðavottun Svansins, merki Norrænu ráðherranefndarinnar, og eru þau ennþá einu umhverfisvottuðu gististaðirnir í Reykjavík. KERLINGARFJALLAHELGI Doddi kenndi lengi á skíði í Kerlingarfjöllum á gullaldarárum þeirra á níunda áratugnum. Hann ætlar að endurvekja gamlar minningar og vera með Kerlingar- fjallaviku 5.-12. febrúar á Hótel Speiereck. Hann var í hljómsveit- inni Skíðabrot og mun rifja upp gamla takta þessa vikuna. Þá koma gamlir starfsmenn úr Kerl- ingarfjöllum og aðrir gestir sem áttu góðar stundir í fjöllunum. Uppáhaldsborgin mín er Kaupmannahöfn. Það er víst einkar ófrumlegt val fyrir Íslending en síðan ég bjó þar í tæp þrjú ár hef ég haldið upp á borgina við sundin. Ég þekki hana vel og þykir alltaf gaman að koma þar við, heimsækja vini og hafa uppi á nýju kaffihúsi eða skoða eitthvað skemmtilegt. Ég var þar á dögunum í nokkra daga. Að þessu sinni gafst ekki mikill tími til að uppgötva nýja hluti. Fyrsta morguninn mælti ég mér mót við vinkonu á þeim gamla og góða stað Cafe Europa við Amagertorg á Strikinu. Tveimur kaffibollum síðar og reyndar tveimur vatnsglösum einnig (venjulegt blávatn) þá kom reikn- ingurinn; 120 danskar krónur. Eða um 2.500 íslenskar krónur. Alveg brjálæðislegt verð auðvitað fyrir kaffi. Kaupmannahöfn er reyndar með dýrustu borgum til að heimsækja um þessar mundir og ég minnist þess að jafnvel á námsárunum – þegar ein dönsk króna var ekki nema tíu íslenskar – að ég fór sjaldan á Kaffi Evr- ópu en 2.500 krónur fyrir tvo kaffibolla er súrrealískt verð. Það er snúnara að vera ferðalangur í útlöndum núna en þegar krónan stóð betur gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Stuttar ferðir geta hæglega kostað skildinginn þegar farið er á kaffihús og út að borða. En svo er auð- vitað hægt að hafa annan hátt á ferðalag- inu og þá er sannarlega hægt að sleppa ódýrar frá Kaupmannahöfn. Það er til dæmis ódýrara að kaupa í matinn í Kaupmannahöfn en hér – merki- legt nokk. Og úrvalið töluvert betra sann- ast sagna. Enn er líka hægt að gera afar hagstæð fatakaup í þeirri dásamlegu búð Hennes og Mauritz, HM. Búðin hefur þann kost að hún er ekki á Íslandi þannig að enn er hægt að gera kaup í henni án þess að eiga á hættu að önnur hver kona sé í eins flík. Ekki það að í bestu HM-búð í heimi sem er á Strikinu rétt hjá Amagertorgi eru iðulega Íslendingar að gera stórinnkaup, en líkurnar eru samt minni á að margir skarti djásninu hér heima. Það má ekki gleyma að minnast á það að á flugvellinum á Kastrup er mjög þægilegt að fá endurgreiddan söluskattinn sem þýðir góðan afslátt á innkaup – sé maður í því stuðinu. Í Kaupmannahöfn eru líka fjölmörg skemmtileg söfn sem ekki kost- ar mikið að skoða, og svo má ekki gleyma að það er forvitnilegt að líta á nýju hverfin sem byggst hafa upp undanfarin ár, neðanjarðarlestin flytur mann þangað á nokkrum mínútum. Það kostar ekkert að skoða hús! Þrátt fyrir þessi huggunarorð gat ég samt ekki annað en hugsað til gömlu góðu daganna (fyrir ríflega tíu árum) þegar ég leigði íbúð í Kaup- mannahöfn á 17.000 á mánuði ásamt vinkonu minni, 8.500 á manninn sem sagt, fékk gefins hjól og bjórinn kostaði 200 krónur. Það voru dýrðardagar. Sigríður Björg Tómasdóttir 1.200 KRÓNA KAFFIBOLLI flugfelag.is Netið Þú færð alltaf hagstæðasta verðið á www.flugfelag.is ferðalög kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjóri Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Roald Viðar Eyvindsson roald@fretta- bladid.is Vera Einarsdóttir vera@frettabladid.is Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd Nordicphotos/getty Pennar Júlía Margrét Alexanders dóttir, Sólveig Gísladóttir, Roald Viðar Eyvinds- son, Gunnþóra Gunnarsdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir, Friðrika Benónýsdóttir og Vera Einarsdóttir Ljósmyndir Fréttablaðið Auglýsingar Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög J ólalegir áfangastaðir, sem til-tölulega auðvelt er fyrir Íslend-inga að ferðast á eru mýmarg-ir, í Ameríku og Evrópu úir og grúir af snjóslegnum þorpum, bæjum og borgum í desember með fallegum jólamörkuðum og stemningu. Ítölsk aðventa Þótt flestallir staðir á Ítalíu séu skemmtilegir á aðventunni er Norð-ur-Ítalía eflaust vinsælli hjá jólaunn-endum á þessum tíma þar sem smá snjó gæti verið þar að finna. Óhætt er þó að mæla með ferðum hvert á land á Ítalíu sem er í desember, Mílanó, Flór-ens, Feneyjar og Róm eru iðandi af lífi á aðventunni. Suður-Týrol hljómar eins og nafn á héraði í Austurríki en ólíkt því sem NÓVEMBER 2010 FRAMHALD Á SÍÐU 6 FERÐAST Á KOMANDI AÐVENTU Fram undan er einn notalegasti tími ársins, aðventan. Ferðalög í desember-mánuði eru spennandi, mikil upplifun fyrir yngri kynslóðina og fjölskyldufólk og ekki síður rómantísk fyrir pör. Fastmótað tilhugalíf Shuhui Wang segir frá tilhugalífinu í Kína. SÍÐA 4 k ffi Afslöppuð í Austurríki Íslensk hjón sem reka skíða-hótel í Austurríki segja Íslend-inga panta skíðaferðir á ný.SÍÐA2 250 ára gamall markaður Christkindl-jólamarkaðurinn í Nürnberg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.