Fréttablaðið - 06.11.2010, Side 44
4 FERÐALÖG
N
íu milljónir para giftast
árlega í Kína. Kínversk-
ar konur geta gengið í
hjónaband þegar þær
eru tvítugar og karlar tveimur
árum seinna. Hjónabands aldurinn
er þó oftast á aldursbilinu 24 til
26 ára. Þeir sem ekki hafa geng-
ið í hjónaband á
þeim aldri eru
taldir eiga á
hættu að heltast
úr lestinni og
foreldrar setja
því aukna pressu
á börn sín að
finna sér maka,
þar sem hjóna-
band er talið
undirstaða ham-
ingju og farsæld-
ar í lífinu.
Foreldrar með í ráðum
Shuhui Wang hefur verið búsett hér
síðustu þrjú ár þar sem hún hefur
lagt stund á íslensku við Háskóla
Íslands. Hún er fædd og uppalin
í Peking og þekkir þessa pressu
af reynslu kínverskra vina sinna
sem eru sumir komnir yfir hjóna-
bandsaldurinn. „Foreldrar vilja
að krakkarnir giftist eftir háskóla-
útskrift, en meðan á námi í mennta-
skóla stendur reyna þeir að hindra
að þeir deiti þar sem ástamálin eru
talin trufla námið. Krakkar, sem
hafa ekki átt neitt ástalíf, eiga því
allt í einu að hella sér út á markað-
inn og finna sér lífsförunaut.“
Shuhui segir þennan hugsunar-
hátt endurspegla kynslóðabilið í
Kína. „Samfélagið hefur breyst
síðustu áratugi þar sem mikil
nútímavæðing hefur átt sér stað.
Staða kvenna hefur batnað sem
sést af því að þær sækja sér í
auknum mæli framhaldsmenntun
og fara út á atvinnumarkaðinn.
Samt verða þær að giftast fyrir
ákveðinn aldur, eins og karlarnir.
Sumar hefðir eru því að veikjast,
en aðrar lifa góðu lífi. Unga fólk-
ið aðhyllist kannski ekki þennan
hugsunarhátt en vill þóknast for-
eldrum sínum.“
Foreldrar eru þó ekki einir um
að blanda sér í ástamál unga fólks-
ins, hjúskaparmiðlarar koma líka
við sögu að hennar sögn. „Þeir
hjálpa foreldrum að koma ungu
fólki, sem þeir telja hæfa hvert
öðru, á stefnumót,“ útskýrir hún
og bætir við að leitin geti gengið
misvel. „Stelpa sem ég veit um
hefur til dæmis farið á stefnumót
við 30 karlmenn án þess að hafa
orðið nokkuð ágengt. Sumir grípa
því til örþrifaráða eins og einn sem
ég frétti af sem átti þrjú stefnumót
á einum og saman deginum!“
Konur standa betur að vígi
Í Kína fæðast talsvert fleiri karlar
en konur, hlutfallið 120 var á móti
100 árið 2005. Shuhui telur konur í
giftingarhugleiðingum því standa
betur að vígi en karlar. „Þær geta
kannski ekki sjálfkrafa fengið
hvern sem er, en óneitanlega geta
þær gert meiri kröfur, til dæmis
hvað varðar menntun og atvinnu
eiginmannsins verðandi.“
Hún kveðst ekki vita dæmi
þess að foreldrar hafi lagst gegn
ráðahag barna sinna, flestir séu
himinlifandi yfir tilhugsuninni
einni saman. Viss atriði geti þó
sett strik í reikninginn, svo sem
ef útlendingur er í spilinu. „Í Kína
eiga foreldrar erfitt með að skilja
að það geti gengið upp, þar sem
þeir telja að ólíkrar afstöðu gæti
til hjónabandsins eftir heimsálf-
um. Vesturlandabúar séu of frjáls-
lyndir fyrir Kínverja. Sömuleiðis
má aldursmunur ekki vera of
mikill, konan á helst ekki að vera
meira en fimm árum eldri en karl-
inn, það gæti þótt skrýtið.“
Þegar leitin að lífsförunaut er á
enda ganga málin fljótt fyrir sig
að sögn Shuhui. „Þegar foreldrar
krakkanna hafa hist er blásið til
brúðkaups þar sem ekkert er spar-
að og hægt að velja um þrjár gerðir
brúðkaups, hefðbundið kínverskt,
vestrænt eða blöndu af þessu,“
segir hún og getur þess að síðasti
kosturinn sé vinsælastur. „Að svo
búnu fara brúðhjónin í brúðkaups-
ferð, en um þessar mundir er vin-
sælt að verja hveitibrauðsdögun-
um á Balí eða í Evrópu.“ Er Ísland
meðal áfangastaða? „Nei, en hver
veit nema það muni breytast.“ - rve
DEITMENNINGIN Í KÍNA
Í Kína er hjónabandið talið vera undirstaða hamingju og farsældar. Því er mikið kapp lagt
á að fi nna lífsförunautinn og algengt er að foreldrar og hjúskaparmiðlarar skipti sér af.
Mikil pressa Að háskólanámi loknu er gerð krafa um að fólk finni sér lífsförunaut og komi sér fyrir. NORDICPHOTOS/GETTY
Beihai-garður Í Peking er að finna ýmsa staði sem njóta vinsælda meðal fólks í rómantísk-
um hugleiðingum. Þeirra á meðal er Beihai-garður sem er fallegur allt árið um kring.
Shuhui Wang Leggur
stund á íslenskunám
við Háskóla Íslands
og hefur verið búsett
hérlendis síðustu
þrjú ár.
HVAÐ KOM ÞÉR MEST Á ÓVART
VIÐ BORGINA ÞÍNA? Miðbær-
inn, með gömlum og fallegum
byggingum. Einnig þægilegar
almenningssamgöngur.
UPPÁHALDSVEITINGASTAÐUR-
INN? Salve (Hietalahdenranta 11)
er staður sem ég get farið á aftur
og aftur. Gamalgróinn veitinga-
staður sem hóf göngu sína sem
lítil sjoppa með lúgu árið 1897.
Sjómenn lögðu aðallega leið
sína á staðinn í þá daga en í dag
sækir alls konar fólk Salve. Þar
er góður matur; hægt að fá fisk,
kjöt, kjúkling og grænmetisrétti.
FLOTTASTA FATAVERSLUNIN?
Stockmann og Sokos standa
alltaf fyrir sínu, verslunarmið-
stöðvar í miðbænum.
UPPSKRIFT AÐ GÓÐU KVÖLDI?
Skella sér á tónleika eða ein-
hvern annan
menningar-
viðburð, fá sér
góðan mat á
eftir og rölta svo
um bæinn. Tón-
leika má finna
um alla borg,
í menningarmiðstöðvum og í
svokölluðu Finlandia-húsi.
AF HVERJU MÁ MAÐUR ALLS
EKKI MISSA? Það má alls
ekki missa af stemningunni á
Kauppatori/Salutorget/Market
Square niðri við höfnina í mið-
bænum. Þar er hægt að setjast
niður og fá sér kaffi og með
því, nýbakað meðlæti. Einnig er
boðið upp á ferskan hádegismat,
t.d. fisk með kartöflum. Þar eru
líka seld finnsk ber og grænmeti.
Klettakirkjan er líka mjög vinsæl.
HEIMAMAÐURINN
Helsinki
SIGRÚN BESSADÓTTIR
RITARI Í SENDIRÁÐI ÍSLANDS Í HELSINKI
Ný sending af erlendum bókum
og önnur á leiðnni!